obituary stefna á evrópu

Obituary
mynd: ester segarra

Nú styttist óðum í útgáfu níundu breiðskífu dauðarokksrisaeðlanna í Obituary. Platan heitir Inked in Blood og kemur út eftir rúman mánuð á vegum Relapse Records.

Núna rétt fyrir helgi skellti sveitin laginu „Violence“ á netið og er það annað lagið af skífunni sem fer í almenna spilun, ef Andfaranum skjátlast ekki, og má heyra það hér fyrir neðan.  Áður hafði Obituary sett „Visions in My Head“ í loftið og hlaut það misjafna dóma hjá hlustendum eins og sjá má á umfjöllun vina okkar hjá Halifax Collect en hlekkur á hana er hér fyrir neðan.

Í byrjun næsta árs tekur hljómsveitin svo tveggja vikna túr um Evrópu, en miðað við auglýsinguna hér fyrir neðan virðist Skandinavía vera skilin eftir í kuldanum.

En hvernig finnst þér „Violence“ hljóma? Geta gömlu dauðarokksrisaeðlurnar enn glefsað almennilega eða er þetta orðið helst til of rólegt hjá þeim?

obituary
relapse records

obitoury

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s