obituary stefna á evrópu

Obituary
mynd: ester segarra

Nú styttist óðum í útgáfu níundu breiðskífu dauðarokksrisaeðlanna í Obituary. Platan heitir Inked in Blood og kemur út eftir rúman mánuð á vegum Relapse Records.

Núna rétt fyrir helgi skellti sveitin laginu “Violence” á netið og er það annað lagið af skífunni sem fer í almenna spilun, ef Andfaranum skjátlast ekki, og má heyra það hér fyrir neðan.  Áður hafði Obituary sett “Visions in My Head” í loftið og hlaut það misjafna dóma hjá hlustendum eins og sjá má á umfjöllun vina okkar hjá Halifax Collect en hlekkur á hana er hér fyrir neðan.

Í byrjun næsta árs tekur hljómsveitin svo tveggja vikna túr um Evrópu, en miðað við auglýsinguna hér fyrir neðan virðist Skandinavía vera skilin eftir í kuldanum.

En hvernig finnst þér “Violence” hljóma? Geta gömlu dauðarokksrisaeðlurnar enn glefsað almennilega eða er þetta orðið helst til of rólegt hjá þeim?

obituary
relapse records

obitoury

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s