viðtal: godchilla

godchilla
texti: eyvindur gauti

Föstudagurinn 19. september verður skráður í sögubækurnar! Af hverju? Ekki nóg með að Plastic Gods, Döpur og Ultra Orthodox rífi niður Húrra um kvöldið heldur kemur einnig út fyrsta breiðskífa íslensku drunurokksveitarinnar Godchilla. Plata sú kallast Cosmatos og hafði ég samband við hljómsveitina og forvitnaðist smá.

Hvað kom til að þið skelltuð ykkur í útgáfugírinn?

Eina sem við höfðum gefið út áður var eitt lag á floppy disk í 19 eintökum og okkur fannst vera kominn tími á almennilega útgáfu. Okkur þykir útgáfa miklu “raunverulegri” ef hún er komin á fast form og þetta var skemmtilegt verkefni að ráðast í, gera allt artwork ofl. sjálfir. Svo fannst okkur mikilvægt að folk gæti hlustað á plötuna í bílnum þannig að við ákváðum að hafa hana á geisladisk, ásamt því að vínylendurkomubylgjan er að fjara út, hægt að nálgast allt á vínyl í dag svo geisladiskarnir fara að koma sterkt inn aftur. Það hefur allavega alls ekkert með það að gera að það hafi verið miklu dýrara og við fátækir.

Hver er pælingin á bakvið titil plötunnar?

Titillagið er nú að verða þriggja ára gamalt, og varð til stuttu eftir að við uppgötvuðum kvikmyndina Beyond the Black Rainbow. Við vorum dolfallnir yfir henni og staðreyndinni að leikstjórinn sé nefndur besta nafninu hingað til, Panos Cosmatos. Svo kallar nafnið bara fram góðar sýnir, gott orð sem okkur þótti lýsandi fyrir músíkina.

Hversu mikið sörfið þið fyrir Satan?

Það fer eftir dögum, ég myndi segja að stundum höfum við verið að sörfa alveg frekar mikið fyrir Satan, en svo stundum líka alveg rosalega mikið.

Hvar verður svo hægt að nálgast plötuna?

Munum selja hana á tónleikum, næstu eru útgáfutónleikar á Húrra 8. október. Svo verður hún seld í Lucky Records, Smekkleysu, 12 tónum og auðvitað hjá Valda. Svo má líka alveg hafa samband við okkur í gegnum Godchilla facebookið og við komum eintökum bara á fólk.

Hvað er það við hægu tónana sem heillar ykkur svo mjög?

Værum til í að spila hraðar en getum það bara ekki.

Í lokin má svo minnast á það að Godchilla koma fram á Gauknum á laugardaginn ásamt Kontinuum og fleirum.

godchilla

Author: Andfari

Andfari

One thought on “viðtal: godchilla”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s