sólstafir og svartidauði spila á roadburn

mynd: xiii - concert photography, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar texti: eyvindur gauti
svartidauði / mynd: xiii – concert photography, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
texti: eyvindur gauti

Í dag tilkynnti hollenska tónlistarhátíðin Roadburn að tvær íslenskar hljómsveitir kæmu fram á henni á næsta ári. Hátíðin hefur lengi haft þann hátt á að fá ýmsa listamenn til þess að velja hljómsveitir til þess að koma fram og í þetta sinn voru Ivar Bjørnson úr Enslaved og Einar Selvik úr Wardruna fengnir til þess velja hljómsveitir til þess að koma fram á “House of the Holistic” sem verður haldið föstudaginn 10. apríl á næsta ári.

Sólstafir og Svartidauði voru þær íslensku hljómsveitir sem þeir félagar völdu og hafði Andfari samband við Sturlu Viðar, söngvara Svartadauða, og spurði hann snögglega um það hvernig hljómsveitinni litist á þetta og hvernig þetta hefði allt komið til.

Við erum mjög spenntir fyrir þessu því við höfum haft augastað á þessari hátíð í mörg ár. Fyrir stuttu hafði Einar Selvik og í kjölfarið fór boltinn að rúlla. Að vera handvaldir af Ívari og Einari er brjálæðislega mikill heiður fyrir okkur.

Sturla virðist þokkalega spenntur yfir þessu og sama á við um Einar og Ivar en eins og sést hér að neðan spara þeir félagar ekki stóru orðin þegar að hljómsveitunum kemur og er greinilegt að þeir búast við miklu. Það verður því gaman að sjá hvernig hljómsveitunum gengur og hvort fleiri íslenskar sveitir bætist í hópinn.

“It seems to me that ever since Iceland became independent from Denmark in 1944 the musical environment on the island has constantly and fearlessly been searching for its own identity. This has ultimately resulted in the identity itself becoming an enormous density of innovative musicians and bands that constantly push and challenge the boundaries and norms of genres within music, as we know it.

With an expression shaped by Iceland´s harsh yet stunningly beautiful nature Sólstafir also balance and convey this perfectly through their sound and also brilliantly reflecting native culture through their visual concept and native tongue. I foresee a great future for this group and it´s an honor to have them in our line-up!” — Einar “Kvitrafn” Selvik / Wardruna.

“What happened with Black Metal? Whatever it was, you can’t blame Svartidauði. They’re making interesting, weird and dark music instead of being sexy and circusy. They embody the spirit that once bound me to the genre, and we are very proud and privileged to have them as part of Houses of the Holistic!” — Ivar Bjørnson / Enslaved.

sólstafir
svartidauði
roadburn


Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s