reynt að koma í veg fyrir tónleika með den saakaldte

texti: eyvindur gauti
den saakaldte / texti: eyvindur gauti

Í gær bárust Andfaranum þær fréttir að einhver væri að reyna að koma í veg fyrir að norsku ljótukallarokksveitirnar Den Saakaldte, Taake og Vulture Industries kæmu fram á Norwegian Hellcamp tónlistarhátíðinni. Hátíðin fer fram í þýsku borginni Schweinfurt í byrjun næsta mánaðar og voru uppi ásakanir um að þessar þrjár hljómsveitir sem þar koma fram aðhylltust þjóðernishyggju.

Fyrst var talið að róttæku samtökin Antifa stæðu á bakvið þetta, en heimildarmaður Andfarans sagði þau hafa verið iðin við að hóta tónleikahöldurum á meginlandinu ofbeldi eða skemmdarverkum ef þeir hættu ekki við tónleika með hljómsveitum sem samtökin töldu aðhyllast þjóðernishyggju. Seinna kom í ljós að á bakvið kröfuna stóð Ralf Hofmann en sá er stjórnmálamaður í borginni þar sem Norwegian Hellcamp fer fram.

Í kjölfar þeirrar umræðu sem fór í gang um þetta dróg hann kröfu sína til baka og sagði hana byggða á misskilningi og þekkingarleysi, þær hljómsveitir sem hann hefði óskað eftir væru kannski smekklausar en hefðu ekki þær öfgafullu skoðanir sem hann sakaði þær um að hafa. Andfari hafði samband við Einar Thorberg, söngvara Den Saakaldte og spurði hann aðeins út í þetta og hvort hann vissi hvernir þessar ásakanir væru tilkomnar.

Hef ekki hugmynd. Einhver þjóðverji geri ég ráð fyrir.

En hvað finnst þér um þessar ásakanir?

Þær hafa svo lítil sem engin áhrif á mig.

Er Den Saakaldte pólitísk hljómsveit?

Textarnir okkar fjalla meðal annars um áhrif mannsins á tilveru okkar, og að sjálfsögðu spilar þar pólitík stóran þátt, en við ráðumst á hugsunarhátt mannkyns eins og hann leggur sig.

Mun þetta hafa einhver áhrif á það hvort þið komið fram á hátíðinni?

Nei, við munum spila þarna. En hvort þetta komi til með að valda einhverjum vandræðum er ófyrirsjáanlegt. Við skulum ekki gleyma því þegar Høest í Taake ákvað það á einhverju fylleríinu í Þýskalandi að það væri góð hugmynd að mála svastiku á kroppinn á sér. Taake mun headlæna á þessu festivali.

den saakaldte
taake
vulture industries
norwegian hellcamp

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s