viðtal: myrkur

mynd: rasmus malmstrøm texti: eyvindur gauti
mynd: rasmus malmstrøm
texti: eyvindur gauti

Nýverið kom fyrsta þröngskífa dönsku hljómsveitarinnar Myrkurs út á vegum bandarísku ofsarokksútgáfunnar Relapse. Nokkurs efa hefur gætt um hljómsveitina frá því að fyrst heyrðist af henni og hefur fólk til dæmis viljað meina að hljómsveitin sé ekki dönsk. Andfari sendi því nokkrar spurningar á Myrkur og birtist smá partur af því viðtali hér. Viðtalið í heild sinni verður svo birt seinna.

Upplýsingar um Myrkur er erfitt að nálgast og svo virðist vera sem sortinn sem liggur í nafninu umkringi hljómsveitina. Vegna þess að ýmsir orðrómar sprottið upp um hana. Hvað finnst þér um það allt saman og hefur þetta einhver áhrif á þig?

Ég hef ekki mikla reynslu af þessu þar sem ég skoða ekki það sem er skrifað um mig á netinu. Ég vil frekar hafa sjálf frumkvæði í lífinu í stað þess að bregðast aðeins við öðrum. Ég á við að ég vil ekki lifa lífi mínu í samræmi við viðbrögð annarra við tónlist minni, eða því sem þeir skrifa nafnlaust á netinu. Ef fólk kemur og talar við mig, og hefur eitthvað að segja, hlusta ég og bregst við samkvæmt því. Ég hef aldrei logið til um tónlist mína, mig langar einfaldlega að halda nafnleysi mínu eins lengi og hægt er, því mér finnst að útgáfa á hljómplötu ætti að snúast um tónlistina sem hún inniheldur en ekki ‘persónuna’ sem stendur á bak við hana, hvernig hún lítur út eða hvort hún sé karl eða kona.

myrkur
relapse

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s