abominor semja við invictus

mynd: kristinn guðmundsson texti: eyvindur gauti
mynd: kristinn guðmundsson
texti: eyvindur gauti

Núna rétt fyrir helgi bárust fréttir af því að íslenska svartmetalsveitin Abominor væri komin með samning hjá írsku útgáfunni Invictus. Andfari hafði því samband við Darragh, eiganda útgáfunnar, og spurði hann aðeins út í það hvernig samstarfið hefði komið til og hvort hann hefði eitthvað verið smeykur við að vinna með tiltölulega óþekktri hljómsveit?

Tja, strákarnir í Abominor höfðu samband við mig og spurðu mig hvort ég vildi gefa út Opus Decay og mér leist vel á það sem þeir höfðu fram að færa svo ég sagði auðvitað já! Það hversu lítið hljómsveitin er þekkt fældi mig ekki frá því gæði tónlistarinnar eru það mikil. Auk þess er ég ekki í þessu til þess að vinna með hljómsveitum sem þegar eru þekktar, við erum að tala um grasrót þungarokksins hérna, þar sem við komum óþekktum hljómsveitum á framfæri.

Þegar ég spyr hann út í mögulegt framhald á samstarfinu skellir Darragh upp úr.

Við höfum ekkert rætt um slíkt, enda erum við bara í startholunum núna, en miðað við þetta efni þá væri ég vel til í að vinna áfram með þeim.

Áður en ég sleppi honum verð ég þó að spyrja hann að því hversu vel hann þekkti til íslensku senunnar.

Ég þekki til nokkurra íslenskra hljómsveita en ég er þó ekkert afskaplega vel að mér í því sem er að gerast hjá ykkur. Ég veit þó að þið eruð að gera góða hluti og að það er virkilega gott þungarokk að koma frá ykkur, mun betra en maður hefði búist við frá jafn litlu landi.

abominor
invictus productions

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s