viðtal: vánagandr

vanagandr2
texti: eyvindur gauti

Í þau rúmu 20 ár sem greinarhöfundur hefur verið viðloðandi svartmetalinn hefur hann sjaldan upplifað jafnmikla grósku í grasrótinni og núna. Það er eins og hann sé kominn á byrjunarreitinn aftur, nýjar hljómsveitir spretta upp og hægt er að kaupa kassettur af þeim og fá þær sendar heim að dyrum, alveg eins og maður var vanur hér áður fyrr. Póstkassinn er aftur orðinn fastur liður í tilverunni.

Hvort útgáfufyrirtækið Vánagandr sé eitt af afsprengjum þessarar uppsveiflu eða hafi orðið til þess að aldan hafi orðið stærri en hún annars hefði orðið má deila um. Það sem hins vegar er ekki hægt að deila um er að með tilkomu þess hefur íslenskur svartmetall eignast það sterka bakland sem hann hefur virkilega þurft á að halda. Ég hafði því samband við Dag, annan mannanna á bakvið Vánagandr, og bað hann um að segja okkur dálítið frá Vánagandi.

Vánagandr varð að veruleika snemma árs 2014. Þá höfðum við stofnendurnir rætt hugmyndina í einhvern tíma og ákveðið að gefa út og dreifa tónlistinni okkar á eigin forsendum. Við höfum spilað saman síðan hljómsveitin 0 var stofnuð árið 2012, en síðan þá höfum við verið saman í alls kyns tónlistarverkefnum. Eftir einhvern tíma byrjuðu umræður um að gefa út efni hljómsveitanna okkar, og annarra, undir sameiginlegum stimpli.

Í ársbyrjun 2014 vorum við vinnandi í ýmsum upptökum og hrintum útgáfuverkefninu í gang. Platan með Misþyrmingu var í vinnslu, Mannveiru- og Nöðrudemóin voru nýkláruð og 0 platan var orðin tveggja ára gömul. Við vorum vanir grasrótarútgáfu áður, bæði á kassettum og CDr, svo þegar við gáfum út demóið með Nöðru ákváðum við að fjölfalda kassetturnar sjálfir. Eftirspurnin varð síðan svo mikil að við sáum ekki vit í öðru en að koma okkur í samband við fyrirtæki erlendis til að fjöldaframleiða “pro-kassettur” fyrir okkur, bæði upp á betri hljómgæði og til að fá stærra upplag á styttri tíma.

Núna hafa þrjár útgáfur komið frá okkur sem við seljum og sendum út um allan heim, og við erum rétt að byrja. Fyrir árslok vonumst við til að gefa út sitt hvora plötu Misþyrmingar og Nöðru og endurútgáfu af Carpe Noctem stuttskífunni frá 2009 sem hefur lengi verið ófáanleg. Einnig eru fleiri útgáfur á dagskránni hjá okkur en við getum ekki sagt til um hverjar þær eru eða hvenær þær munu koma út. Við munum halda okkur við kassettur um sinn en vonumst til að færa okkur upp í vínylútgáfur þegar að því kemur.

vánagandr

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s