frumsýning: nýtt myndband frá acheron

acheron

Þeir eru ekki margir sem geta valdið jafnmiklu fjaðrafoki og Vincent Crowley. Þessi fyrrum prestur í Satanskirkju Anton LaVey hefur ekki skafið af skoðunum sínum á kristinni trú og frægt er atvikið þar sem hann reif biblíu í sundur á samkomu kristins söfnuðar.

Lítið hefur þó farið fyrir hljómsveit Crowleys, Acheron, á síðustu árum og töldu margir að Rebirth: Metamorphosis into Godhood yrði hennar svanasöngur. Það varð næstum svo því stuttu eftir útgáfu skífunnar lagði sveitin upp laupana. Dauðinn staldraði stutt við þar á bæ því örstuttu síðar var Acheron endurfædd og í byrjun þessa árs leit áttunda skífa sveitarinnar, Kult des Hasses, dagsins ljós í gegnum frönsku útgáfuna Listenable.

Það er því mjög gaman að sjá að hljómsveitin situr ekki auðum höndum þessa daganna og hefur tekið upp myndband. Líkt og hljómsveitin sjálf er myndbandið hrátt og á sama tíma yfirdrifið, alveg eins og satanískt dauðarokk á að vera.

acheron
listenable records

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s