nergal úr behemoth opnar rakarastofu

nergal

Ekki er annað hægt en að gleðjast þegar fréttir berast af framtakssemi svartrokkara, nógu lengi hafa rokkarar haft þá orð á sér að vera bara skítugir auðnuleysingjar. Nergal, sem ætti að vera öllum kunnugur sem stofnandi pólsku svartmetalsveitarinnar Behemoth, situr ekki auðum höndum heima fyrir og virðist nú ætla að hasla sér völl á snyrtivörumarkaðnum.

Samkvæmt frétt sem birtist á Unholy Black Metal þá virðist sem Nergal stefni á að opna rakarastofu fljótlega sem mun heita Barberian og í kjölfarið að setja sína eigin snyrtivörulínu á markaðinn. Hvort eitthvað af þeim vörum muni rata til Íslands veit maður ekki en þess væri óskandi. Miðað við hvatvísi Íslendinga er aldrei að vita nema einhver framtakssamur svartrokkarinn hérna taki sig til og opni útibú Barberian í hjarta Reykjavíkur.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s