dómur: electric wizard – time to die

electricwizardtimetodie700
texti: kristján fenrir

Hin goðsagnakennda stoner doom sveit Electric Wizard hefur starfað undir núverandi nafni síðan 1993. Fyrsta plata þeirra, samnefnd sveitinni, kom út árið 1995 og síðan þá hefur hljómsveitin verið iðin við að skapa sér nafn, og tekist vel til þar sem allt áhugafólk um þessa gerð öfgatónlistar þekkir til hennar. Áttunda hljóðversplata þeirra kemur út í lok september og ber hún titilinn Time To Die.

Platan hefst á kunnuglegu stefi sem ekki hefur heyrst lengi; hljóðbút úr gamalli kvikmynd. Brátt hefst feedback-andi gítarinn sem keyrir af stað þunglamalegan og frumstæðan taktinn. Hér er ekki anað út í neina vitleysu, heldur er keyrt áfram á föstum takti. Eins og áður ræður fözzað riffið ríkjum í níðþungri og skítugri tónlist Electric Wizard. Á seinni hluta plötunnar, eftir sækadelíugrautinn, sem “Destroy Those Who Love God” er, kveður við nýjan tón, en þá hressast leikar með hraðari og aggressívari,gítardrifnari tónum. Jus Oborn syngur hinum dauðu og kuklandi lofsöngva en hinum lifandi og kristnu bölvar hann nefmæltri röddu svo fellur vel við heimsendarokkið. Þrátt fyrir að lýsingarnar gefi til kynna að tónlistin sé svo þung að sjálfur Charles Atlas réði ekki við hana gleyma Electric Wizard aldrei þeirri grunnreglu stoner doom sem er grúvið. Þau Oborn og Liz Buckingham hafa, án efa vegna þrotlausrar tilbeiðslu á Tony Iommi, náð að beisla ógnar kraftinn sem leynist í riffinu og nýta sér það af fullum mætti á Time To Die.

Þessi plata er allt það sem ég vonaði að hún yrði. Hún er þung, hún er skítug, hún er groovy. Á henni er að finna allt sem auðkennir góða Electric Wizard plötu og gott stoner doom. Krafturinn og flæðið eru þvílík og platan snertir á helstu þemum sem hljómsveitin er þekkt fyrir; mannhatri, kukli, okkultisma og öðrum hryllingi. Hljómsveitin heldur áfram að þróast og gera tilraunir með hljóðheim sem skilar sér í plötu sem ætti ekki að láta neinn aðdáanda svikinn.

electric wizard
spinefarm

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s