sinmara streyma aphotic womb á andfara!

sinmara

Ég held að það megi með sönnu segja að á síðustu árum hafi íslenskar svartmetalhljómsveitir sýnt það að þær séu ekki síðri en eldri og reyndari sveitir úr útlandinu. Svartidauði hefur borið hróður senunar víða sem og hljómsveitir eins og Carpe Noctem og, í minni mæli enn sem komið er, Abominor og hljómsveitir tengdar Vánagandr.

Sinmara, sem eitt sinn kallaðist Chao, gefur út frumburð sinn, Aphotic Womb, á vegum Terratur Possessions núna á næstu dögum, en útgáfan sú hefur nú þegar gefið út efni með Svartadauða og stefnir á útgáfu efnis með Misþyrmingu fljótlega. Hvort íslenskur svartmetall hafi eignast sitt annað heimili þarna skal ósagt en tengslin eru ótvírætt sterk.

Hljómsveitin var í viðtali hjá mér fyrir nokkrum dögum og í kjölfar þess buðu þeir mér að streyma plötunni. Slíku boði hafnar enginn áhangandi íslensks svartmetals og var ég því snöggur að samþykkja.

Author: Andfari

Andfari

2 thoughts on “sinmara streyma aphotic womb á andfara!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s