nýtt lag frá abominor

mynd: rakel erna, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
mynd: rakel erna, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar

Ég man þá tíð þegar að lítið fór fyrir svartmetalnum á Íslandi… Það er alltaf um að gera að byrja allar færslu á setningu sem hljómar eins og eitthvað sem þú heyrir frá eldri borgurum.

Þegar ég var ungur þá voru bara tvær svartmetalhljómsveitir á landinu, ein í Reykjavík og ein á Selfossi, og við þekktum ekki fleiri rásir en fjórar.

Það hefur nefnilega afskaplega lítið farið fyrir Abominor síðustu árin. Hljómsveitin átti sitt athvarf í Grafhýsinu ásamt Chao og Svartadauða (og Gone Postal?) og spilaði nokkrum sinnum 2010 og 2011, sælla minninga, með Negative Plane og fleiri góðum.

En, upp rísa dauðir menn sem aðrir og loksins heyrist eitthvað úr gamla kirkjugarðinum. Abominor er risinn á ný þótt ekkert heyrist af því hversu hátt, né lengi, verður flogið í þetta sinn. Tvö lög, annað af því er hægt að hlusta á hér fyrir neðan, eru tilbúin til útgáfu svo við bíðum bara spennt eftir því að heyra hvenær þau koma út og á hverra vegum.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s