í morgunsárið… the dagger, entombed ad, electric wizard og alisassath.

dagger
dagger

Eftir að hafa eytt hátt í viku að heiman á meðan á Eistnaflugi stóð (með smá útúrdúrum) beið mín troðfullt innhólf, fullt af allskonar tónlist. Miðað við dálæti mitt á gömlu goðunum í Dismember þá ætti það ekki að koma á óvart að mig langaði strax að kíkja á nýja myndbandið frá The Dagger, en hljómsveitin sú inniheldur nokkra fyrrum meðlimi Dismember. Myndbandið er skemmtilega klisjukennt, The Daggerliðar skila retrórokkinu ágætlega af sér og manni hlakkar ágætlega til að heyra væntanlega plötu sveitarinnar í heild sinni þegar hún skilar sér frá Century Media.

Höldum okkur aðeins við Century Media fyrst við erum byrjuð á því og í Svíþjóð meiraðsegja, algjör óþarfi að fara of langt í burtu. Gleðibossarnir í Entombed A.D. hafa skellt nýju lagi á netið af væntanlegri skífu þeirra Back to the Front. Lagið heitir “Vulture And The Traitor” og hljómar bara ágætlega. Það sem komið hefur af þessari plötu hljómar allavega betur en maður bjóst við, svona miðað við að enginn af þeim sem sömdu efni Entombed hér áður fyrr er í Entombed AD.

Enska stónersíkadelííudómsdagsmálmshljómsveitin Electric Wizard stefnir á útgáfu fljólegu en hljómsveitin fann sér nýtt heimili hjá finnska plötufyrirtækinu Spinefarm. Platan, sem kemur út í lok september, nefnist Time to Die og eins og siður er hefur hljómsveitin skellt lagi á netið, nánar tiltekið á Noisey, og getur fólk þá dæmt það sjálft hvort Time to Die mun toppa Black Masses.

En þá er nú komið að því að ljúka þessari stuttu yfirferð og síðustu línurnar fara í að minnast á þessa sænsku sveit sem ég sá glitta í á síðum ónefnds öfgarokkstímarits. Með logo sem er afskaplega líkt logoi Craft, plötu sem nefndist In Total Contempt of All Life  og lagatitla sem eru skuggalega líkir titlum margra frægra slagara fyrrnefndrar sveitar þá varð ég að minnast á þessa hljómsveit hér. Nær Azelisassath að koma þér á óvart eða er hún enn ein hljómsveitin sem mun hverfa í hyldýpi gleymskunnar?

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s