flugið, halinn og farinn

bölzer
bölzer

Ofurmennið hann Birkir Fjalar skellti í massífann At The Gates spilastokk á Halifax Collect <-hlekkur!!! síðunni núna rétt áðan. Það er augljóst að kappinn er spenntur fyrir ATG og er það vel, þessi hljómsveit gerði rosalega hluti og gerir enn.

Það er á stundum sem þessum sem Andfarinn væri til í að fýla ATG meira en hann gerir. Þegar maður les svona greinar þá langar mann til þess að smitast af áhuganum. Mann langar til þess að henda sér á spilastokkinn og upplifa gamlar minningar. Því miður er það svo að maður þjáist af massífu minningaleysi þegar að ATG kemur og hefnist nú fyrir að hafa tapað sér í djúpi svartrokksins á þeim árum sem hljómsveitin átti sinn sprett. Ég held að það eigi samt ekkert eftir að há mér neitt rosalega, Andfarinn á eflaust eftir að skemmta sér vel í áhorfendaskaranum þegar þeir eru á sviðinu.

En hverju er Andfarinn þá spenntastur fyrir? Jú, augljóslega Bölzer! Það gladdi Farans hjarta mjög svo að heyra að þeir myndu láta sjá sig á okkar ástkæra og ylhýra í ár. Svo koma Strigaskórnir, Carpe Noctem, Hindurvættir og Grísalappalísa sterk inn ásamt ofurþrössurunum í Havok og svo hellingi af öðrum hljómsveitum. Eins og margoft hefur komið fram í máli Andfarans á síðustu dögum er þetta Flug drekkhlaðið hljómsveitum sem hann langar að sjá.

En, hvað með spilastokk frá Faranum? Jú, að þessu sinni hefur Farinn ákveðið að vera bara rólegur á því og tefla fram stuttum en sterkum spilastokk til höfuðs þeim er Halinn skóp. Í góðu þó, það verður engin keppni í sjómanni út af þessu.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s