considered dead á samning hjá fda rekotz

considered dead - mynd: jéssica domingos, tekin af fésbókarsíðu sveitarinnar.
considered dead – mynd: jéssica domingos, tekin af fésbókarsíðu sveitarinnar.

Þessa dagana hafa ófáar hljómsveitir leitað í brunna gömlu dauðarokksrisana. Mikið hefur verið um að hljómsveitir hafi litið til Svíþjóðar og Brasilíu þegar að “alvöru gömlu dauðarokki” kemur. Minna hefur verið um að fólk hafi litið til Morrisound og senunar í kringum það stúdíó þó slíkt hafi auðvitað verið í gangi. Annað væri óeðlilegt miðað við hversu margar áhrifamiklar hljómsveitir tóku upp þar á gullaldarárum dauðarokksins.

Brasilíumennirnir í Considered Dead sækja mjög í brunn Morrisound hljóðsins. Nafn hljómsveitarinnar er jafnframt nafn frumburðar hinnar goðsagnakenndu kanadísku sveitar Gorguts, sem mun sækja okkur heim í næsta mánuði. Sú skífa var einmitt tekin upp í Morrisound og hefur átt ágætis vinsældum að fagna á seinni árum þó svo að hún hafi ekki fengið þá athygli sem hún átti skilið þegar hún kom út. Allavega ekki nægilega mikla til þess að Gorguts héldi samningnum við Roadrunner Records eftir að dauðarokksbólan sprakk.

Gorguts eru á blússandi flugi núna og það sama má segja um Considered Dead sem voru rétt í þessu að skrifa undir samning hjá FDA Rekotz en sú plötuútgáfa hefur verið mjög dugleg við að gefa út dauðarokk af gamla skólanum núna síðustu misserin. FDA mun sjá um fyrstu útgáfu Considered Dead en smáskífan sú ber heitið Mentally Tortured og kemur út á geisladisk og kassettu fljótlega.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s