af necros christos, nachtmystium og drowned

nachtmystium
forsíða svanasöngs nachtmystium

Einhvern veginn hélt ég að Necros Christos væru hættir, heyrði svo seinna að þeir væru á leiðinni að hætta en sköpunargleðin hefði hægt á því ferli. Ég græt það svo sem ekki miðað við titillag Nine Graves smáskífunnar sem Sepulchral Voice og Ván voru að gefa út rétt í þessu.

Ekki nóg með að Sepulchral Voice séu að sleppa nýju efni með Necros Christos lausu heldur er líka nýtt efni með Drowned á götunni. Ýmsir vefmiðlar vilja meina að Idola Specus eigi ekki að koma út fyrr en seint í mánuðinum en heimasíða SV segir að skífan sé útkomin svo nýtið ykkur það, maður þarf alltaf á meiri málm dauðans að halda!

Síðasta árið hefur ekki verið neitt sérstakt fyrir Blake Judd. Hann lagði Nachtmystium til hinstu hvílu, var rekinn úr Twilight, var handtekinn fyrir þjófnað og svo virðast kapparnir hjá Hell’s Headbanger’s eitthvað eiga sökótt við hann miðað við þennan bol sem þeir bjuggu til og hafa selt eins og heitar lummur.

Nachtmystium áttu þó alltaf eftir að gefa út sinn svanasöng og mun sá heita The World We Left Behind og líta dagsins ljós í byrjun næsta mánaðar á vegum Century Media útgáfunnar. Það er samt alltaf ákveðin óvissa þegar að Judd kemur svo það gæti verið að hann taki upp á því að endurvekja Nachtmystium fyrr en seinna. Hvað sem því nú líður þá munum við alltaf eiga “Seasick”.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s