entombed a.d. og grave á vegum úti

entombedad

Haustið ber með sér mikið dauðarokk og án efa verða rekkar Smekkleysu og Geisladiskabúðar Valda smekkfullir af gæðadauða hljómsveita sem slógu í gegn á gullaldarárum íslensks dauðarokk rétt eftir 1990.

Century Media er fyrirtæki sem flestir ættu að þekkja enda færði það okkur klassík á borð við Tiamat, Unleashed og Samael þegar dauðarokkið var enn að slíta barnsskónum. Fyrirtækið hefur verið viðloðandi dauðarokkið lengi og því ekki að furða að Entombed A.D., sem á ættir sínar að rekja til frumbyggja sænska dauðarokksins, hafi valið að gefa út væntanlega breiðskífu sína Back to the Front á þeirra vegum í byrjun næsta mánaðar.

Það fer dálítið eftir því hvern þið spyrjið að því hvort um sé að ræða fyrstu breiðskífu sveitarinnar eða þá tíundu. Það fer í raun eftir því hvort þið teljið Entombed og Entombed A.D. sömu hljómsveitina eða ekki.

Hvað sem því líður mun hljómsveitin leggja upp í langferð um Evrópu með goðunum í Grave í september og október. Dauðarokkið mun þá dynja á fólki eins og það gerði fyrir tveimur áratugum og án efa mun hljómsveitin gæða slagara eins og “Crawl” og “Strangers Aeons” sama lífi nú og hún gerði þá.

Heimasíða Entombed A.D.
Heimasíða Century Media

ENTOMBED – “Back To The Front” tour 2014 with GRAVE

Presented by Metal Hammer and Slam
18-09-14 DE Berlin @ K17
19-09-14 NL Tilburg @ 013
20-09-14 NL Amstelveen @ P60
21-09-14 BE Kortrijk @ De kreun
22-09-14 DE Wiesbaden @ Schlachthof
23-09-14 DE Nurnberg @ Rockfabrik
24-09-14 DE Köln @ Gebaude 9
25-09-14 FR Paris @ Divan du Monde
26-09-14 CH Lyss @ Carnage Feast
27-09-14 FR Toulouse @ Dynamo
28-09-14 SP Barcelona @ apollo2
29-09-14 SP Madrid @ Shoko
30-09-14 SP Bilbao @ Sonora
01-10-14 FR Cannes @ MJC Picaud
02-10-14 DE Trier @ Ex Haus
03-10-14 DE Essen @ Turock
04-10-14 DE München @ Feierwerk
05-10-14 IT Brescia @ Circolo Colony
06-10-14 SI Ljubljana @ Gala Hala
07-10-14 BH Sarajevo @ Club Sloga
08-10-14 RS Belgrad @ Dom Omladine
09-10-14 MK Skopje @ TBA
10-10-14 BU Sofia @ Club RBF
11-10-14 RO Bucharest @ Romanian Trash Metal Fest
12-10-14 HU Budapest @ Dürer Kert
13-10-14 AT Graz @ Explosiv
14-10-14 AT Vienna @ Viper Room
15-10-14 CZ Ostrava @ Barrak
16-10-14 SK Kosice @ Collosseum
17-10-14 PL Cracov @ Fabryka
18-10-14 PL Poznan @ Eskulap
19-10-14 PL Gdansk @ B90

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s