the dagger skella nýju lagi á netið

thedagger

Hvað gera reynsluboltar í sænska dauðarokkinu þegar gamli dauðinn heillar ekki jafnmikið lengur? Nú, þá sækja þeir í hinn botnlausa brunn sjöunda áratugarins, Pink Floyd og Deep Purple og enda svo á því skella sér í útvíðar buxur!

Það er nokkurn veginn þannig sem má lýsa tónlist The Dagger, sem inniheldur þá David Blomqvist, Tobias Christiansson og Fred Estby úr hinni sögufrægu dauðarokkssveit Dismember. Hrjúf rödd Matta Karki er ekki lengur yfir tónlist þeirra félaga heldur sér Jani Kataja um að koma þeim skrefinu nær þeim stað sem Ian Gillan og félagar dvöldu á fyrir rúmum fjörtíu árum síðan.

Stutt er í að fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, sem samnefnd er sveitinni, líti dagsins ljós. Ef fólk getur ómögulega beðið þá er hægt að forpanta skífuna bæði á vínil og geisladisk HÉR en frekari upplýsingar um hljómsveitina sjálfa má svo nálgast HÉR.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s