styttist óðum í eistnaflug: strigaskór nr. 42

strigaskor

Það styttist óðum í Eistnaflug og því ekki úr vegi að kíkja á nokkrar af þeim hljómsveitum sem þar koma fram.
Strigaskó nr. 42 þarf vart að kynna. Hljómsveitin hefur starfað, með hléum, í aldarfjórðung og gefið út breiðskífurnar Blót og Armadillo ásamt hinni goðsagnakenndu kassettu Continuation en lögin af henni birtust einnig á Apocalypse safnplötunni.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þeir byrjuðu og dauðarokkið hefur í seinni tíð þurft að víkja fyrir framsæknu tilraunarokki þar sem mun minni áhersla er lögð á flösuþeyting.

Bjartsýnin er þó ávallt í fyrirrúmi hér á bæ svo ég sendi póst á sveitina og spurði hvort eitthvað dauðarokk yrði á boðstólum á Neskaupsstað í næsta mánuði. Hlynur Aðils, söngvari Strigaskónna, sagði að lítill, en einhver þó, möguleiki væri að dauðarokk heyrðist þær mínútur sem sveitin hefði á sviðinu þar sem áherslan væri á efni af Armadillo og jafnvel enn nýrra efni.

Það er því helst til ólíklegt að maður upplifi aftur þann ofsa sem var á boðstólum fyrir utan Borgarkringluna fyrir rúmum tveim áratugum. Hins vegar er afskaplega líklegt að maður eigi eftir að hafa mjög gaman af setti Strigaskónna á Fluginu.

strigaskór nr. 42

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s