af kvltettum og öðrum fylgikvillum költsins

Þegar að vínillinn fór að sjást aftur og margir eltust við að nálgast hinn “upprunalega” hljóm spurðu margir sig hvað kæmi næst. Sem mikill aðdáandi hljóðsnælda og 48 snúninga hljómplatna vonaðist ég auðvitað til þess að annað hvort þess mundi snúa aftur. Sjötomman hefur birst í mýflugumynd en kvltettan hefur átt hug kvltsins allan. Þessar vinsældir hljóta þó að leiða til þess að sjarminn tapist.

solstafir

Ég man ennþá eftir því þegar ég rölti heim til Gumma Óla, trommara Sólstafa, seinni part júnímánaðar 1995, og verslaði af honum eintak af Í Norðri. Á þá kvltettu var hlustað óhóflega mikið og öskrin í Adda, sem yngri frændi minn vildi meina að væru rafmagnstruflanir, voru ótrúleg. Þarna var á ferðinni eins beisik svartrokk og hægt er að matreiða, tónlistin afskaplega mikið í anda Burzum og Darkthrone og textarnir fengnir að láni frá Hannesi Péturssyni.

Síðan þá hafa Sólstafir varla við kvltettur verið kenndir fyrir utan smá sprell 1997. Því er afskaplega gaman að sjá að síðasta hljómplata þeirra félaga, Svartir Sandar, verður fljótlega gefin út á kvltformi í 250 eintökum. Fimm litir, fimmtíu eintök í hverjum lit. Án efa hið fínasta stofustáss.

Sólstafir eru langt í frá eina íslenska hljómsveitin sem snert hefur á kvltinu. Núna á síðustu árum hafa fjölmargar íslenskar hljómsveitir, þekktar sem óþekktar, hrifist af einfaldleika hljóðsnældunnar og gefið út efni sitt á þessu fágæta formati. Hljómsveitir á borð við Angist, Svartadauða, Chao, Nöðru og Hjálma hafa allar gefið út kvltettur í takmörkuðu upplagi að ógleymdum hljómsveitum eins og Under the Church, Gaunt og Mass sem hafa tengsl af einum eða öðrum toga við okkar ástkæru eyju.

sacrificio

Hljómsveitir eins og Sacrificio, sem sjá má hér að ofan, sækja í síauknum mæli í eitthvað sem einu sinni var og kvltettan er afturhvarf til þeirra tíma áður en tölvur réðu ríkjum, áður en bílar urðu að vera vistvænir og grænmeti var meðlæti, ekki lífstíll. Áður en mixteip voru eitthvað sem maður fann bara á bloggsíðum þá þurfti maður að vera þolinmóður. Það var ekkert sex mínútna niðurhal í gangi heldur sex vikna bið! Það var ekkert PayPal svo maður þurfti að rölta niðrí banka og skipta íslenskum krónum í þann gjaldmiðil sem þurfti til þess að kaupa þessa og þessa kvltettu. Eftir það kíkti maður í pósthúsið og sendi peninginn, vel falinn eða í ábyrgð, út til hljómsveitanna eða smásalanna, og beið svo þangað til þetta loksins skilaði sér. Ef það skilaði sér. Stundum fékk maður bara “Hey, sorry maður en einhver gaur hjá póstinum stal örugglega peningnum því ég fékk bara tómt umslag” bréf til baka. Þvílík gleði var það nú.

foreverplagued

Að lokum, svona til þess að líta aðeins út fyrir landamæri Evrópu, má nú minnast á amerísku útgáfuna Forever Plagued sem bætir aldeilis í kvltettuflóruna núna í mánuðinum. Eftir eina viku koma út tvær hljóðsnældur á þeirra vegum með hljómsveitunum Necuratul og Taatsi. Hljómsveitirnar sækja áhrifin til gömlu dagana á mismunandi hátt. Á meðan Taatsi reyna að auka á fjarlægðina á milli hlustenda og listamanna með því að koma ekki fram undir nafni sækir Necuratul áhrif sín til gömlu pólsku senunnar, en hljómar þó á tímum afskaplega líkt seinni tíma Inquisition. Báðar kvltetturnar eiga sínar stundir og aðdáendur svartrokks frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hér á bæ.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s