beneath

beneath

Það styttist óðum í árshátíð íslenskra þungarokkara og hefur Andfari ákveðið að kíkja á nokkrar þeirra hljómsveita sem þar stíga á svið. Dauðarokksjarðýtan Beneath kemur fram á föstudeginum og hafði ég því samband við Benedikt, söngvara sveitarinnar og spurðist fyrir um hvað væri að gerast hjá hljómsveitinni.

Hvað kom til að þú gekkst til liðs við hljómsveitina? Þú ert nú þegar í Azoic og Hindurvættum, hvernig hefurðu tíma fyrir þetta allt saman?
Ég hef þekkt Ragnar í nokkur ár enda erum við saman í Azoic, hina strákana þekkti ég líka ágætlega. Einn daginn hringdu þeir í mig og spurðu hvort ég vildi koma í prufu, það var víst Gísli eldri sem hafði stungið upp á mér. Ég hugsaði mig ekki lengi um og tók upp demó af nýju lagi og þeir voru svaka ánægðir. Svo mætti ég á eina æfingu og þetta small bara mjög vel saman. Það er stór kostur að koma inn í svona þegar að maður þekkir flesta og veit að þetta eru allt topp gaurar, held ég hefði ekki sagt já nema því ég vissi það.
Spurningin með tímann er bara að skipuleggja sig vel. Ég er í fullu námi líka og með önnur áhugamál, þetta hefur hingað til allt virkað saman með því að reyna sjá hvenær er pláss fyrir hvað. Við í Azoic erum að klára að taka upp fjögurra laga EP og Hindurvættir eru að vinna að plötu, allt planað að komi út á þessu ári.

Hvernig var að taka við af Gísla, þeim dauðarokksreynslubolta?
Það var auðvitað mjög stór áskorun en á sama tíma mjög hvetjandi. Ég ber feiknamikla virðingu fyrir Gísla og þeim böndum sem hann hefur verið viðriðin og það var á sama tíma mjög mikill heiður að fá að reyna við að fylla í svo stór fótspor.

Hafa einhverjar áherslubreytingar orðið með breyttri liðsskipan? Einhverjar breytingar á þemum í textum?
Það urðu held ég engar marktækar áherslubreytingar. Nýja platan er þemaplata textalega séð en mest af lögunum voru þegar samin þegar ég byrjaði í bandinu, ég hinsvegar sá um að semja alla textana.

Hvernig kom það til að þið túruðuð með Abnormality, Dehumanized og Malignancy? Þekktuð þið vel til hljómsveitanna fyrir túrinn? Hvernig voru viðtökurnar á ferðalaginu? Kom eitthvað ykkur á óvart þar? Var fólk með Beneath á hreinu?
Við þekktum þau ekki neitt sem einstaklinga en böndin hefur maður heyrt um áður. Túrinn fengum við í gegnum Doomstar Bookings sem sérhæfir sig meira í svona underground böndum. Viðtökurnar voru langt fram úr okkar björtustu vonum, fólk var að keyra kannski mörg hundruð kílómetra til að sjá okkur (og hin böndin líka) kannski oftar en tvisvar og þrisvar.

Hvað er svo framundan hjá hljómsveitinni, fyrir utan Eistnaflug? Eru frekari landvinningar planaðir?
Við höfum lítið planað það sem eftir er af árinu nema við erum með nokkra tónleika á Iceland Airwaves. Okkur langar líka mjög að fara til Norður-Ameríku á túr og það er orðið mun meiri möguleiki eftir að hafa ferðast með fimmtán bandaríkjamönnum um alla Evrópu. Líklega verður næsta ár mun þéttara hjá okkur þar sem svona ferðalög eru mjög dýr fyrir bandið.

Heimasíða Beneath
Heimasíða Unique Leader
Heimasíða Eistnaflugs

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s