acoustic wizard

acousticwizard
teksti: k.fenrir

Fyrir skömmu spratt fram einstaklega áhugavert og skemmtilegt tónlistarverkefni sem spilar aðeins ábreiður af lögum Electric Wizard. Það þótti engin ástæða til að flækja nafnamálin og því kallast þetta verkefni Acoustic Wizard, en það er vel við hæfi þar sem um er að ræða órafmagnaðar ábreiður.

Segðu okkur aðeins hver er bakvið verkefnið. Gætu lesendur Andfara þekkt fyrri verk þín?
Ég er í annarri hljómsveit, en ég vil halda Acoustic Wizard aðskildu algerlega sem sínu eigin verkefni, sem og að halda því nafnlausu. Ég vil ekki nota Electric Wizard til að auglýsa hina hljómsveitina mína.

Hvernig kom hugmyndin að því að stofna Electric Wizard ábreiðuband?
Ég var að dunda mér að læra Venus in Furs og út frá því ákvað ég að læra nokkur lög til viðbótar og datt svo í hug nafnið Acoustic Wizard.

Núna ertu búinn að gefa út þrjár stuttskífur á netinu, Please Don‘t Sue Me vol. 1 og 2 ásamt Acoustic Wizard III, og hver þeirra inniheldur 3 lög. Er það form sem þú ætlar að halda þig við eða hefurðu í huga að gefa út plötu í fullri lengd og/eða á föstu formi?
Ég hef engan áhuga á því að gefa út á föstu formi. Þessi tónlist er í eigu Electric Wizard og þeirra að selja, ekki mín. Mér er sama ef fólk vill búa til bootleg en ég mun ekki taka neinn þátt í útgáfu á föstu formi. Ég mun líklega halda mig að mestu leiti við EP formið.

Hefurðu einhverjar áætlanir um að gefa út eigið efni undir sama nafni eða verður Acoustic Wizard eingöngu ætlað fyrir ábreiður af lögum Electric Wizard?
Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta eigi eingöngu að vera virðingarvottur við Electric Wizard. Til að orða þetta betur, ef ég geri mína eigin tónlist gef ég hana út undir öðru nafni.

Ætti vaxandi áhangendahópur þinn að búast við tónleikahaldi í framtíðinni eða stefnirðu aðeins á að taka upp og gefa út?
Ég spilaði á mjög litlu giggi á bar í heimabæ mínum þegar ég var að byrja og fólk hefur nefnt við mig að það vilji endilega að ég haldi tónleika. Það er rosalega skemmtilegt að spila þessi lög, en ég held að ég muni halda mig að mestu leyti við að taka upp og gefa út nema eitthvað breytist.

Hefurðu fengið einhver viðbrögð frá hinum almáttugu Wizard eftir að þú hófst þetta verkefni, eða heyrt hvað þeim finnst um þetta?
Ég sendi þeim skilaboð til að ganga úr skugga um að þau hefðu fulla vitneskju um þetta verkefni og að það væri ekki í þeirra óþökk. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim, en ef þau biðja mig um að hætta geri ég það strax án þess að hugsa mig um. Ég vona það besta!

Er eitthvað framundan hjá þér sem aðdáendur ættu að fylgjast með?
We Hate You.

Heimasíða Acoustic Wizard

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s