morgoth og bolt thrower túr í haust

morgoth

Í byrjun tíunda áratugsins var dauðarokkið í blóma og íslensk ungmenni flykktust í Skífuna, Steinar, Þrumuna eða Japis til þess að eyða þeim fáu aurum sem unglingavinnan gaf. Föstudagar voru dauðarokksdagar og ófáir bólugrafnir lubbar hengu inn í horni í Brautarholti rótandi í gegnum nýjustu titlana sem hann Kiddi (nú kenndur við Smekkleysu) hafði pantað inn.

Hljómsveitir á borð við Morgoth og Bolt Thrower unnu hug æsku Íslands sem hafði lifað í gegnum mikinn rokkþurrk, ásamt allavega einni plötu með Rokklingunum. Morgoth með sinn Odium. Bolt Thrower með sinn War Master.

Það er því mjög sérstakt að sjá þessara tvær hljómsveitir enn starfandi, nær aldarfjórðungi síðar. Morgoth áttu að vísu sína dökku daga þar sem þeir misstu sig í gruggrokskfeni því sem margir dauðarokkarar festust í, hvort sem er á Íslandi, í Þýskalandi eða Finnlandi. Sérstakt, en um leið mjög skemmtilegt.

Skemmtilegt er að sjá auglýsingu eins og þá hér að neðan þar sem þessar tvær hljómsveitir eru víst á faraldsfæti saman í haust og Morgoth er meira að segja í hljóðveri núna að vinna að nýju efni.

Ennþá skemmtilegra er að sjá að fleiri hljómsveitir eiga eftir að vera tilkynntar. Má vera að við sjáum Asphyx bætast í hópinn? Ef til vill Pestilence líka? Svona til þess að gera þetta að rosalegustu tónleikaröð dauðarokksins nú í seinni tíð? Hinir næstum því fjórir stóru dauðarokksins.

morgthrower

Author: Andfari

Andfari

One thought on “morgoth og bolt thrower túr í haust”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s