ný kassetta væntanleg frá under the church

UnderTheChurch

Það hlaut að koma að því, vínillinn er ekki lengur það heitasta í tónlistinni. Eins ótrúlegt og það má vera þá er kassettan að koma sterk inn núna þetta sumarið eftir að hafa sótt í sig veðrið núna síðustu misseri. Sífellt fleiri hljómsveitir sækja í gömlu hljóðsnælduna og ekki þarf að leita langt eftir nýlegum kassettum með ofsarokkshljómsveitum á borð við Svartadauða, Nöðru og Carcass.

Enn bætist í hópinn en íslensk/sænsk/ástralska dauðarokkshljómsveitin Under the Church hefur nú skellt í samning við þýsku útgáfuna Tape Worship Records um kassettuútgáfu á væntanlegri smáskífu sveitarinnar. Skífan er samnefnd hljómsveitinni svo það er aldrei að vita nema lagið “Under the Church”, með hljómsveitinni Under the Church, af smáskífunni Under the Church heyrist einhvern tímann í þættinum Dordingli á Rás2 eitthvað miðvikudagskvöldið.

Under the Church kemur út á geisladisk 16. júní næstkomandi á vegum Pulverised útgáfunnar, sem staðsett er í Singapúr. Sama dag mun forsala fara í gang á heimasíðu Tape Worship Records þar sem hægt verður að panta hljóðsnælduna. Það eina sem vantar núna er vínilútgáfan svo við bíðum spennt eftir fregnum af þeim málum.

Heimasíða Under the Church
Heimasíða Pulverised Records
Heimasíða Tape Worship Records

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s