nýtt efni frá dylan carlson væntanlegt

dylancarlson

Það þarf vart að kynna konung lágstemmda eyðimerkurrokksins, Dylan Carlson, manninn á bak við Earth og dúmmdrónið, áhrifavald óteljandi listamanna. Ný plata frá Earth er væntanleg núna seinna á árinu og stutt er í að Earth leggi upp í langferð um Ástralíu, Nýja-Sjáland og Japan.

Líkt og oft virðist vera hjá fólki með sköpunargáfuna á fullri ferð lítur út fyrir að Earth hafi ekki verið nóg fyrir Carlson en hann hefur síðustu tvö ár einnig komið fram undir listamannsnafninu Drcarlsonalbion og gefið út nokkrar kassettur og smáskífur.

Í næsta mánuði kemur út samnefnt skor sem Carlson gerði fyrir þýska vestrann Gold og sagt er að þar ráði meiri minimalismi ríkjum á seinni plötum Earth. Áhugasamir geta smellt hér til þess að heyra lag af skorinu en það er í spilun á vefsíðu Pitchfork tímaritsins núna.

Þess má geta að Carlson stendur sjálfur á bak við vínilútgáfuna, þannig að það er um að gera að panta beint frá býli!

Heimasíða Drcarlsonalbion
Heimasíða District Lines

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s