mannabreytingar í eudaimony

eudaimony
texti: eyvindur gauti

Ofurgrúppan Eudaimony, sem fyrir innihélt núverandi og fyrrverandi meðlimi hljómsveita á borð við Dark Fortress, Ancient Wisdom, Naglfar og Secrets of the Moon, bætti við sig nýlega þegar Schwadorf úr Empyrium og The Vision Bleak og Patrik Hellström úr Bloodline gengu til liðs við hljómsveitina á gítar og bassa. Fyrir voru Matthias Jell á röddum, Marcus E. Norman á gítar, bassa og hljómborðum og svo Jörg Heemann á trommum, en hann kannast eflaust margir við frá því að hann heimsótti landið fyrir nokkrum árum og spilaði með SotM á Eistnaflugi, sælla minninga.

Eudaimony, sem margir vilja meina að falli í flokk eftirsvertu, gaf á síðasta ári út frumburð sinn, Futile, á vegum þýska plötufyrirtækisins Cold Dimensions. Með liðsskipan sem þessa má ætla að margir búist við miklu af sveitinni en við munum þurfa að bíða þó nokkuð því þó hljómsveitin sé þegar byrjuð að vinna að nýju efni er ekki ætlunin að gefa neitt út á næstunni.

Heimasíða Eudaimony
Heimasíða Cold Dimensions

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s