arkan streyma nýju efni á andfara

arkan
texti: eyvindur gauti

Margir vilja meina að dauðarokkarar séu mjög þröngsýnir, að þeir sjái ekkert út fyrir sinn litla málmramma og allt óþekkt sé óvelkomið. Fólk sem heldur slíku fram þekkir dauðarokkið ekki vel því ef það er eitthvað sem dödsmetalinn gerir þá er það að þróast, ef svo væri ekki þá væru hljómsveitir eins og Sadus, Atheist og Cynic, sem slitu barnsskónum í dauðarokkinu, ekki til.

Það að sækja áhrif til Mið-Austurlanda er ekki óþekkt í dauðarokkinu. Hljómsveitir á borð við Nile, Melechesh, Shaarimoth og Orphaned Land hafa sótt áhrif þangað og notað bæði í textum og tónlist. Líkt og hjá Orphaned Land eru áhrifin ráðandi hjá Arkan svo úr verður blanda sem meðlimir Parísarsveitarinnar kjósa að kalla Austurlandaþungarokk (ensk: Oriental Metal).

Á Sofia, sem er þriðja skífa Arkan, hefur sveitin fjarlægst dauðann þannig að varla má merkja ummerki hans. Líkt og á fyrri skífum sveitarinnar, Hilal og Salam, er unnið með melódíur Austurlandana en nú er minna unnið með villimennskuna sem er að finna í gamla góða dauðarokkinu.

Sofia, sem unnin var hjá Svíunum í Studio Fredman, kemur út 23. maí á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist, en eins og glöggir lesendur Andfara gætu hafa tekið eftir þá er þó nokkuð um að vera þar á bænum þessa dagana. Fyrir utan það sem birst hefur hér þá er von á plötum frá Misery Index, Cannabis Corpse og Mayhem á næstu viku svo af nógu er að taka.

Heimasíða Arkan
Heimasíða Season of Mist

Hægt er að nálgast plötuna hérna

Hljómplatan verður í loftinu fram til þriðjudagsins 27. maí.

Author: Andfari

Andfari

One thought on “arkan streyma nýju efni á andfara”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s