ný skífa loksins væntanleg frá mortuus

mortuus
texti: eyvindur gauti

Síðustu ár höfum við séð ýmsa frumkvöðla ofursvertunnar fjarlægjast upprunann, sumir hafa leitað í faðm hins forna þungarokks á meðan aðrir hafa leitað í dauðarokkið og gleymt sér í dýrkun á Flórídagoðum.

Það er því gaman að sjá hljómsveitir snúa aftur sem að maður bjóst við að væru löngu dauðar. Líkt og samlandar þeirra í Orcustus og Flagellant hafa sænsku dauðadýrkendurnir í djöflarokkssveitinni Mortuus haldið sig á jaðrinum, og lítið sem ekkert hefur heyrst frá þeim síðan De contemplanda Morte; De Reverencie laboribus ac Adorationis kom út á vegum The Ajna Offensive á velmegunarárinu 2007.

Núna virðist sem við getum gripið gleði okkar á ný því stutt er í aðra breiðskífu frá sveitinni. Skífan sú hefur hlotið titilinn Grape of the Vine og líkt og fyrri afurðir Mortuus mun hún koma út á vegum Ajna fyrri part sumars. Aðdáendur gæðarokks í anda Svartadauða og Sinmara ættu því að gleðjast mjög yfir þessum tíðindum, en þess má einmitt til gamans geta að Mortuus mun stíga á svið í fyrsta skiptið seinna á þessu ári í Hollandi ásamt Svartadauða á Aurora Infernalis tónleikahátíðinni í Hollandi.

Heimasíða Mortuus
Heimasíða The Ajna Offensive

Author: Andfari

Andfari

2 thoughts on “ný skífa loksins væntanleg frá mortuus”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s