fyrstu skrefin… kristján fenrir

Kristján Fenri þarf vart að kynna. Hér á árum áður var hann stórsöngvari í dómsdagsmálmsveitinni Hyl en auk þess hefur hann verið duglegur að skrifa fyrir ýmsa vefmiðla, þar á meðal góðvini okkar hjá Halifax Collect, en það er blogg sem flestir og fleiri til ættu að lesa sem oftast. Við fengum því Fenri, seint á föstudagskveldi til þess að setjast niður og segja okkur frá því hvernig ofsarokksuppeldi hans var háttað.

Á unglingsárum mínum, eftir að hafa verið að hlusta á Marilyn Manson, Rammstein, Korn og fleiri sveitir sem algengt var að unglingar hlustuðu á í byrjun 21. aldarinnar, töldu vinir mínir sem voru mér reyndari í öfgarokki að kominn væri tími á að ég hlustaði á aðeins eitthvað harðara og tóku sig til við að kynna mig fyrir hinum og þessum sveitum. Mín fyrstu skref inn í heim öfgarokksins steig ég með Dimmu Borgum og Cradle of Filth og kann ég þeim hinar mestu þakkir fyrir það þó að ég fylgist ekki með þeim lengur. Það eru þó nokkrar sveitir og plötur sem ég kynntist þegar ég var um 15 ára gamall sem sitja með mér enn.

Í fyrsta skipti sem ég heyrði í alvöru svartmálm vissi ég ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið. Baldur, góðvinur minn og mikill áhugamaður um allskonar öfgarokk, vildi kynna mig fyrir plötum sem hann var mjög spenntur fyrir þá og margir telja hornsteina annarrar öldu svartmálms; De Mysteriis Dom Sathanas með Mayhem og A Blaze in the Northern Sky með Darkthrone. Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Mér fannst Darkthrone platan hljóma eins og menn kynnu ekki alveg á hljóðfærin sín og ýmsar samsetningar skrítnar þó að söngurinn væri ágætur. Mayhem-liðar voru lunknari á sín hljóðfæri og tónlistin fannst mér góð, en þetta garg í Attila Csihar fannst mér með öllu ómögulegt og skildi ekki að nokkur maður skildi hafa gaman af þessu. Það má í stuttu máli segja að þar hafi perlum verið hent fyrir svín. Ég ákvað þó að gefa þessu nokkrar hlustanir til viðbótar og ég lærði að meta þessar plötur. Það er einnig gaman að segja frá því að álit mitt á Attila hefur svo sannarlega snúist, en í dag er hann einn af mínum uppáhalds söngvurum, hvort heldur sem það er með Mayhem, Sunn O))) eða öðrum.

Baldur lét sér þetta ekki nægja heldur kynnti hann mig einnig fyrir My Dying Bride er hann leyfði mér að heyra The Dreadful Hours og er skemmst frá því að segja að þessi inngangspunktur minn í doom metal er enn eitt af mínum uppáhalds verkum þrátt fyrir að ég hafi mikið leitað í aðrar áttir innan doom, helst þá í stoner eða sludge.

Ég er afskaplega glaður með að hafa lært að meta þessar plötur og fyrir að hafa átt fleiri góða vini sem kynntu mig fyrir fleiri sveitum sem og ráðleggingar frá internetinu („fans of this also like…“ og svo framvegis) til að bæta á playlistann í gegnum tíðina því ég held að án fjölbreytts öfgarokks sem hæfir hvaða skapi, árstíð eða veðri sem er væri lífið töluvert fátæklegra.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s