rage nucléare streyma nýju efni á andfara

ragenucleaire
texti: eyvindur gauti

Tuttugu ár eru liðin síðan frumburður Cryptopsy, Blasphemy Made Flesh, kom út með hinn alræmda Lord Worm í fararbroddi. Margir vildu meina að með þeirri skífu hefði ofbeldið aftur komið inn í dauðarokkið, sem hafði tapað mörgum tönnum úr gómnum á árunum áður.

Í dag er Lord Worm á nýjum slóðum með nýrri hljómsveit, Rage Nucléare. Dauðarokkið er ennþá sterkt en þó með þó nokkuð þykkri áferð af svertu, líkt og þegar Immortal ákváðu að reyna við Morbid Angel á Blizzard Beasts.

Útkoman úr því öllu er Black Storm of Violence, önnur plata sveitarinnar, sem kemur út á vegum Underground Activists (Season of Mist) 18. júlí næstkomandi. Ætti sú skífa að höfða vel til fólks sem hefur gaman af öfgarokki í anda Atrum og Behemoth.

Líkt og hefur komið fram á síðustu vikum þá finnst Andfara ekki gaman að láta fólk bíða eftir góðum hlutum og bíður því hér upp á lag af væntanlegri hljómplötu.

Heimasíða Rage Nucléare
Heimasíða Season of Mist

Pantaðu plötuna

Lagið verður í loftinu fram til fimmtudagsins 22. maí.

Author: Andfari

Andfari

One thought on “rage nucléare streyma nýju efni á andfara”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s