den saakaldte streyma nýju lagi

densaakaldte
texti: eyvindur gauti

Næstum tvö ár eru liðin frá því að Pagan Prophecies, fjórða plata Fortíðar, kom út og fólk er án efa komið með nóg af biðinni. Einar “Eldur” Thorberg hefur þó ekki setið auðum höndum því hann hefur unnið að nýju efni fyrir Potentiam, en biðin eftir nýrri plötu frá þeirri sveit hefur reynst mörgum erfið. Einar, sem búsettur hefur verið í Noregi síðustu árin, gekk nýlega til liðs við tvær djöflarokkssveitir þar í landi og hafa báðar sveitirnar verið aktívar á þessu ári og gefið út nýtt efni eftir langa bið.

Önnur þessara hljómsveita er Den Saakaldte, en Einar tók við míkrófóninum hjá henni á síðasta ári. Sú sveit er án efa frekar þekktari fyrir þá einstaklinga sem hafa lagt henni lið heldur en hvað hún hefur gert en menn á borð við Hellhammer (Mayhem) og Kvarforth (Shining) hafa vermt sessur í sófa hennar. Núverandi liðsmenn hennar gefa fyrirrennurum sínum ekkert eftir en um er að ræða menn sem spilað hafa með hljómsveitum eins og 1349, Nidingr, Fortíð og Naer Mataron.

Den Saakaldte gefur út aðra skífu sína, þá fyrstu á vegum Agonia Records, núna í lok mánaðarins og ber hún titilinn Kapittel II: Faen i Helvete. Svartsýnisbolrokk af bestu gerð segja þeir sem til þekkja en hægt er að hlusta á eitt lag af henni, “Du Selvproklamerte Misjonaer”, á vefveitu norsku útgáfu Metal Hammer.

Den Saakaldte á Metal Hammer Norway

Pantaðu plötuna hér

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s