styttist í endurkomu emperor

emperor
texti: eyvindur gauti

Það styttist óðum í endurkomu Emperor, en hljómsveitin kemur saman núna til þess að fagna 20 ára afmæli In the Nightside Eclipse, og án efa eru margir Íslendingar búnir að bóka ferðir til meginlandsins til þess að bera þessa guði augum. Innan við mánuður er í fyrsta flutninginn en hann fer fram á Sweden Rock tónleikahátíðinni 7. júní næstkomandi.

Hátíðaferðalag Keisarans 2014:
7. júní, Sweden Rock Festival (Svíþjóð)
22. júní, Hellfest Open Air Festival (Frakkland)
29. júní, Tuska Open Air Metal Festival (Finnland)
1. og 2. ágúst, Wacken Open Air (Þýskaland)
9. ágúst, Bloodstock Festival (England)

Líkt og búast mátti við verður hljómplatan endurútgefin fljótlega í hinum ýmsu útgáfum. Meðal annars með útgáfum laga á borð við “The Majesty of the Nightsky” og “I am the Black Wizards” sem ekki hafa litið dagsins ljós fyrr en núna.

Evróputúrinn mun innihalda hina heilögu þrenningu Faust, Samoth og Ihsahn ásamt Sechtdamon (Myrkskog) og Einar Solberg (Leprous). Á ferðalagi hljómsveitarinnar um Japan, í miðjum júlí, mun hinn goðsagnakenndi trommari Trym Torson (Zyklon) sjá um trommuslátt en Faust kemst því miður ekki með hljómsveitinni þangað sökum sakaferils síns, en eins og þekkt er sat hann inni fyrir manndráp á gullaldarárum hljómsveitarinnar.

Heimasíða Emperor
Heimasíða Candlelight

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s