nýtt myndband frá aborym

aborym
texti: eyvindur gauti

Í rúm 20 ár hafa ítölsku teknódjöflarokkararnir í Aborym teygt á þægindaramma svartrokksins. Malfeitor Fabban, stofnandi sveitarinnar, hefur verið duglegur að fá til liðs við sig ýmsa aðila sem hafa deilt frumkvöðlaeðlinu og menn eins og Set Teitan (Dissection), Attila Csihar (Mayhem) og Prime Evil (Mysticum) hafa lagt Aborym lið á leiðinni. Þessa dagana samanstendur Aborym af Malfeitor Fabban, Paolo Pieri (Hour of Penance) og Bard Faust Eithun (Emperor) og á síðasta ári kom út sjötta skífa sveitarinnar, sú fyrsta sem hljómsveitin hefur gefið út á vegum Agonia Records.

Í dag gefur hljómsveitin út sinn annan myndbandssíngul af plötunni Dirty en það er lagið “Bleedthrough”. Myndbandinu var leikstýrt af Andrea Mazzucca, framleitt af Victorlab og í aðalhlutverki er leikkonan Tanya Mishchenko.

Heimasíða Aborym
Heimasíða Agonia
Heimasíða Victorlab

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s