ný plata væntanleg frá rage nucléaire

ragenucleaire
texti: eyvindur gauti / mynd: jean sébastien st-pierre (arts visuel)

Kanadísku ofursverturokkararnir í Rage Nucléaire luku nýverið upptökum á þeirra nýjustu afurð sem hefur hlotið þann skemmtilega titill Black Storm of Violence. Þessi ofsafengna önnur skífa sveitarinnar kemur út á vegum Underground Activists (Season of Mist) 18. júlí, þannig að fólk getur tékkað á þessu á meðan það jafnar sig eftir Eistnaflug.

Rage Nucléaire, sem inniheldur meðal annars hinn alræmda Lord Worm sem eitt sinn var í Cryptopsy, virðist álíta að hún sé svar við kalli fólksins eftir meiri drápum, stríðum og almennu ofbeldi. Spurningin er, hefur hún rétt fyrir sér? Hvort það sé rétt verður ekki svarað hér en miðað við hversu góða dóma fyrri plata þeirra fékk má búast við góðu af hljómsveitinni núna. Aðdáendur sleggjumálms á borð við Blizzard Beasts Immortal ættu að njóta þess sem Rage Nucléaire hefur upp á að bjóða.

Heimasíða Rage Nucléaire
Heimasíða Season of Mist

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s