under the church under the church

UnderTheChurch
texti: eyvindur gauti

Áhuginn á sígildu sænsku dauðarokki hefur verið mikill á síðustu árum og einungis farið vaxandi ef eitthvað er. Hljómsveitir sem áður áttu heima í útsölurekkum eru gulls ígildi þessa dagana og þeim hampað eins og um glæsta kappa hafi verið um að ræða, ekki óharðnaða unglinga í fyrstu bekkjum menntaskóla.

Under the Church sækja grunn sinn í þennan tíma sem allir virðast dýrka og dá. Það er kannski ekki furða þar sem meirihluti sveitarinnar var partur af sænsku senunni þegar hún var að slíta barnsskónum og gerði garðinn frægan í hinni sögufrægu hljómsveit Nirvana 2002.

Smáskífa sveitarinnar, sem er samnefnd henni og kemur út á vegum Pulverised núna í júní, er í sem einföldustu máli lýst 21 mínúta af klassísku sænsku dauðarokki. Áður en rokkið varð dauðanum yfirsterkari. Hún inniheldur lögin þrjú sem var að finna á Demo 2013 ásamt fjórum öðrum slögurum sem byggja á þeim grunni sem sænska senan skóp ásamt þeirri reynslu sem síðustu tuttugu árin eða svo hafa fært þeim og ná þannig að forðast mörg þau mistök sem hljómsveitirnar þá gerðu. Þetta er Treblinka án blúskafla, Therion án hræðilegra texta.

Gibson gítarar og Boss Heavy Metal petalar. Dauðyfli á kápunni og djöflar í textunum. Under the Church er tímavél sem færir þig aftur í tímann um aldarfjórðung. Það er bara spurning um hversu margir sem njóta tóna þeirra núna voru fæddir þegar gömlu goðin voru í blóma sínum.

Einkunn: 4,5 af 5 rokkstigum

Heimasíða Under the Church
Heimasíða Pulverised

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s