king dude fear

king dude
texti: k. fenrir

Sataníski neo-folk rokkarinn King Dude ætti að vera lesendum andfara kunnur, og ef ekki er kominn tími að bæta úr því þar sem kappinn var að senda frá sér sína nýjustu skífu sem ber heitið Fear.

Að innspili loknu tekur við rokkslagarinn Fear is All You Know og boðskapurinn fallegur eftir lagatitlinum, en við skulum ekki kryfja hvert lag fyrir sig. Yfirbragðið yfir tónlistinni er aðeins rokkaðra og jafnvel poppaðra og ekki alveg jafn tilraunakennt og áður. Þó ber platan öll þau góðu einkenni sem kassagítars-drifin tónlist King Dude hefur og það fer ekki fram hjá neinum sem til þekkir hver á þessa músík. Platan inniheldur bæði upbeat slagara sem og rólegri lög í góðri blöndu, sem skapar gott flæði. Hápunktar plötunnar eru svo tvö síðustu lögin, Empty House og Watching Over You, en þau eru fullkominn útgangspunktur á stórgóðri plötu.

Fear er, eins og önnur verk King Dude, stórgott verk sem enginn áhugamaður um almennilega tónlist ætti að láta fram hjá sér fara. Plötunnar skildi njóta við kertaljós með gott viskí við hönd.

Heimasíða King Dude

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s