septicflesh streyma nýju efni á andfara

septicflesh
texti: eyvindur gauti

Ég man ennþá eftir því þegar ég heyrði “Return to Carthage” fyrst, á safndisk sem ein stærsta þungarokksútgáfa Þýskalands gaf út um miðbik tíunda áratugarins. Þannig byrjaði ferðalag mitt með Septicflesh, eða Septic Flesh eins og þeir hétu þá, og fylgdi ég hljómsveitinni eftir allt þar til Revolution DNA kom út en þá helltist ég úr lestinni.

Það var svo ekki fyrr en að The Great Mass kom út fyrir þremur árum að ég fór að veita Septicflesh almennilega eftirtekt. Lengi vel höfðu fótósjoppaðar kápur afurða hljómsveitarinnar virkað afar fráhrindandi á mig en eitthvað gerðist sem fékk mig til þess að líta lengra og gefa tónlistinni tækifærið sem hún átti svo skilið.

Maður bíður því spenntur eftir tuttugasta júní þegar að Titan kemur út á vegum Season of Mist. Biðin er, eins og flestir vita, hinn helsti óvinur hins óþreyjufulla einstaklings svo ef þú nennir bara alls ekki að bíða þá geturðu hlustað á eitt lag af plötunni hérna beint fyrir neðan! Lagið verður í loftinu fram til miðvikudagsins 14. maí.

heimasíða septicflesh
heimasíða season of mist
heimasíða seth siro anton

Author: Andfari

Andfari

One thought on “septicflesh streyma nýju efni á andfara”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s