naðra eitur

nadra
texti: k. fenrir / mynd: tekin af fésbókarsíðu sveitarinnar

Íslenskur svartmálmur hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið með komandi útgáfum. Ein af þeim er nýútkomnu demói Nöðru, sem er skipuð þeim T., Ö. og K, því ekki eru það nöfnin sem skipta máli heldur listin.

Umrætt demó, sem kom út á snældu og ber heitið Eitur, inniheldur tvö lög sem gefa góðan forsmekk af því sem koma skal frá sveitinni. Hér er um að ræða lo-fi svartmálm með hráleikann í fyrirrúmi. Menn finna ekki upp hjólið hér, heldur taka góða og gamalreynda uppskrift og vinna út frá henni, og er það svo sannarlega vel. Naðra býður upp á helsvarta upplifun sem er best lýst með því að láta listina leika um skilningarvitin og taka þig á ferðalag um hugann og náttúruna.

Mælt er með því að fylgjast vel með því sem framundan er hjá sveitinni, hvort heldur sem er á Facebook eða Bandcamp. Þetta er svo sannarlega sveit sem áhugamenn um svartmálm af gamla skólanum, eða áhugamenn um það sem gerist í þeim geira á Fróni skulu ekki láta fram hjá sér fara!

Heimasíða Nöðru

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s