svartidauði smáskífa okkur í dag

mynd: xiii - concert photography, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
mynd: xiii – concert photography, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar

Eins og minnst var á í fréttinni um Beneath í gær virðist vera sem nóg sé að gerast í íslensku ofsarokki. Angist eru með plötu í smíðum, Naðra var að gefa út kassettu og Mannveira og Misþyrming eru með nýtt efni á netinu. Það er nóg að gerast.

Í dag kemur út nýjasta afurð Svartadauða, sem margir vilja meina að sé okkar skærasta von í djöflarokkinu. Sjálfir halda þeir engu slíku fram en benda á að það er sama hvaða stefnu þeir eru kenndir við, þeir valta yfir allt. Skífan sú, sem nefnist The Synthesis of Whore and Beast, kemur út á vegum norsku útgáfunnar Terratur Possessions og rússnesk/amerísku útgáfunnar Daemon Worship á geisladisk og vínil. Óþolinmóðir geta smakkað á því sem er í boði með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan en öllum væri auðvitað hollast að eyða sem mestum pening í íslenska tónlist til að hvetja tónlistarmenn til þess að halda hjólum hagkerfis listarinnar gangandi.

Heimasíða Svartadauða
Heimasíða Daemon Worship
Heimasíða Terratur Possesions

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s