uppáhalds svartrokkið hans andra í auðn

Fólk er stundum ósammála, einhverjum finnst Deathcrush, fyrsta smáskífa norsku svartrokkssveitarinnar Mayhem, vera kvltist krapp og öðrum finnst Ordo Ad Chao, nýjasta skífa Mayhem, vera óverpródúserað rusl. Mér finnst lagið Call of the Ancient Pantheon með hollensku svartrokkssveitinni Countess hið fínasta lag en Andri Björn Birgisson, gítarleikarinn í íslensku svartrokksveitinni Auðn, kallaði það illa pródúseraðan power metal. Ég sendi honum því línu og spurði hann hverjar væru hans uppáhalds svartrokksplötur og hvað væri að gerast hjá Auðn í augnablikinu.

Hafir þú ekki heyrt í Auðn þá getur þú kíkt á lag með þeim hérna fyrir neðan og svo er myndbandið með Countess fyrir neðan það. Dæmi nú hver fyrir sig.


Potentiam – Bálsýn
Potentiam er án efa eitt besta band Íslands, það er bara leiðinlegt að ég uppgötvaði þá ekki fyrr. Mig minnir að ég hafi verið nýbyrjaður að tékka á þeim þegar ég sá “síðustu” tónleikana þeirra í Norðurkjallaranum í MH. Það var engin frábær stemning í fólkinu þarna en mér fannst þetta geðveikt.


Drudkh – Blood in our Wells
Náunginn sem kynnti mig fyrir Drudkh sagði þá spila “fallegan black metal”. Það var eitthvað sem ég trúði sko alls ekki. En svo tékkaði ég á þeim og hef ekki hætt að hlusta síðan. Það er eitthvað sem bara virkar þegar þú setur blues-sóló yfir rólegan svartmálm.


Immortal – At the Heart of Winter
Ég hugsa að þetta sé diskurinn sem kom mér eitthvað almennilega inn í svartmálms heiminn, það eru kannski margir á því máli að þetta sé death metal skotið en ég veit ekki. Andrúmsloftið á honum er svo sterkt, productionið er yndislegt. Kannski er gott atmó ekkert annað en goodshit clean gítarar með geðveikt miklu reverbi. En meira þarf ekki til að heilla mig.


Keep of Kalessin – Armada
Það er eitthvað svo tignarlegt við þennan disk. Hann nær að vera andskoti öfgafullur en melódískur á sama tíma. Hann er dálítið thrashaður með hint af flamenco. Ég get svarið að Keep of Kalessin hafi fengið mariachi band til liðs við sig þegar þeir voru að semja diskinn.


Mgla – With Hearts Toward None
Þetta er kannski eini diskurinn á þessum lista sem er pjúra blöðkumálmur. Eina markmiðið er að vera einfaldur og góður. Mjög beisik gítarvinnsla í þessu en trommurnar halda honum algjörlega uppi. Mæli eindregið með síðasta laginu.

Annars er allt að gerast hjá Auðn þessa dagana. Við erum búnir í tökum á okkar fyrstu útgáfu, sem verður sjálf-titluð breiðskífa. Við erum í samningaviðræðum við franskt label, Le Crepuscule du Soir Productions um að gefa níðingsverkið út í 500 eintökum. Um verslunarmannahelgina verðum við á Norðanpaunk hátíðinni á Laugarbakka og hver veit nema okkur verði að finna einhversstaðar á Eistnaflugi. Annars er stefnan að spila eins mikið og við getum ásamt því að æfa nýtt efni.

Heimasíða Auðnar


Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s