enthroned streyma sovereigns

enthroned

Í dag kom Sovereigns út, tíunda plata belgísku svartrokkana í Enthroned. Síðan 1995 hafa þessir ofvirku Belgar skellt út skífum með nokkuð reglulegu millibili á milli þess að missa úr meðlimi og fá inn nýja í staðinn.  Í átta ár hefur hljómsveitin starfað án upprunalegra meðlima innanborðs og ef eitthvað þá hefur það bætt tónlistina því margir vilja meina að hljómsveitin sé að gera mun betri hluti nú en áður og að frá Tetra Karcist hafi leiðin legið upp á við.

Skífan, sem spannar heilar 40 mínútur er nú fáanleg frá Agonia Records í hinum ýmsu útgáfum en þó virðist, því miður, sem hún sé ekki fáanleg á kassettu og ekki virðist geisladiskurinn fáanlegur í venjulegu plasthulstri. Ef þú telur það ókost fremur en kost þarftu ekki að örvænta því hér fyrir neðan er hægt að hlusta á skífuna alla, án þess að umbúðir af nokkru tagi fari í taugarnar á þér.

Heimasíða Enthroned
Heimasíða Agonia

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s