sadhak á sadhak á kassettu

sahhak

Það er ekki oft sem að ég heyri hljómsveitum í hægari kantinum líkt við hina goðsagnakenndu bresku hljómsveit Warning, sama hversu góðar, hægar og þungar hljómsveitirnar eru. Það er líka erfitt að reyna að skapa eitthvað álíka því sem þeir meistarar gerðu og oftar en ekki hefur maður gengið vonsvikinn frá þegar að goðunum hefur verið slengt fram til þess að tæla fleiri áhugasama án þess að nokkur innistæða sé fyrir því.

Það er því afskaplega ánægjulegt að hitta á norsku dómsdagsmálmhausana í Sadhak en þeir gáfu nýlega út samnefnda kassettu á vegum amerísku útgáfunnar Shadow Kingdom Records. Tvö lög. Átján mínútur. 100 eintök. Hvorki minna, né meira.

Sadhak, sem er í raun verkefni Andreas Hagen úr High Priest of Saturn, dregur þó ekki eingöngu áhrif úr dómsdagsmálminum heldur má þarna líka finna fín, en afskaplega áberandi á köflum, Burzum áhrif sem gefa tónlistinni aukinn lit.

Heimasíða Sadhak
Heimasíða Shadow Kingdom

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s