beastmilk vs. metallica

mynd: guðný thorarensen, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
mynd: guðný thorarensen, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar

Finnska síð-pönkssveitin Beastmilk, sem hefur fengið góða dóma fyrir Climax, sína fyrstu breiðskífu, mun koma fram á Sonisphere í Englandi ásamt m.a. Metallica, Alice in Chains og Mastodon. Bretar virðast taka vel í tóna Beastmilk því hljómsveitin er meðal þeirra sem enska þungarokkstímaritið Metal Hammer tilnefna sem eina af bestu minna þekktu hljómsveitum ársins. Erfiður flokkur er sá því hljómsveitin keppir við Alcest, Deafheaven, Scorpion’s Child og Wardruna. Viljir þú styðja Beastmilk eða einhverra hinna hljómsveitanna smelltu þá á þennan hlekk.

Stutt er í að Evrópureisa sveitarinnar með Doomriders og Herder hefjist en í fyrripart maí munu hljómsveitirnar ferðast um meginlandið og breiða út boðskap harðkjarna, heimsenda og rokk & róls. Nokkrar tónleikahátíðir verða einnig fyrir barðinu á Beastmilk í sumar en fyrir utan áðurnefnda Sonisphere þá mun hljómsveitin meðal annars koma fram á Wave Gotik Treffen og Hell’s Pleasure í Þýskalandi, Tuska í Finnlandi og svo Slottsfjell í Noregi.

Heimasíða Beastmilk
Heimasíða Svart

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s