naðra

nadra

Eitthvað virðist vera í loftinu núna því svo virðist vera sem í hverjum mánuði berast fréttir af nýjum svartrokkshljómsveitum hér á landi. Áður fyrr var hægt að telja þær á fingrum annarrar handar en svo virðist vera sem að leikar séu að æsast, að mikil gróska sé núna í gangi, og fréttir af væntanlegum útgáfum berast í sífellu.
Ein af þeim hljómsveitum sem nú eru að koma fram á sjónarsviðið er Naðra, en þrátt fyrir að vera ung að aldri þá er hún skipuð reynsluboltum sem víða hafa komið við. 

Hverjir eru í Nöðru, úr hvaða hljómsveitum (ef einhverjum) komiði og hvenær byrjaði þetta hjá ykkur?
Við erum þrír, tveir okkar skiptast á söng og strengjahljóðfærum og annar sér um slagverk. Við erum allir vanir þungarokki og höfum spilað í hljómsveitum á borð við Abacination, Dysthymia og Carpe Noctem. Grunnurinn af hljómsveitinni var lagður 2008 um það leiti sem Dysthymia var að leysast upp. Í langan tíma var hljómsveitin nafnlaus með engar áætlanir um að spila tónleika. Það var ekki fyrr en veturinn 2013 sem við höfðum aðstöðu til að æfa og taka upp og hlutirnir fóru að gerast hraðar. Við tókum upp nafn, fengum trommara til liðs við okkur og fórum að huga að útgáfu.

Hvað kom til að Naðra varð til og hverjir eru helstu áhrifavaldar ykkar?
Aðstæður þess tíma, við vildum spila hefðbundnari svartmálm sem við gátum gleymt okkur í. Við drögum áhrif frá umhverfinu í kringum okkur og upplifun okkar á heiminum. Óveðrið og jaðaraðstæðurnar sem myndast hérna, að ég tali nú ekki um ömurleikann sem fylgir því að vinna í fisk. Tónlistarlega séð væri hægt að nefna allt frá Iron Maiden yfir í Zero Kama, en sá samanburður myndi sennilega ekki gagnast neinum.

Hvað er á dagskrá hjá ykkur á næstunni?
Eitur var að koma út á kassettu út í gegnum nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið Vánagandr og er fáanlegt frá okkur. Eftir það stefnum við að tónleikahaldi ásamt því að leggja lokahönd á plötuna okkar.

Heimasíða Nöðru

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s