angist

mynd: jose carlos santos, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
mynd: jose carlos santos, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar

Dauðarokkið hefur fylgt okkur Íslendingum í næstum aldarfjórðung og til þess að halda upp á það ætlar Andfari, á næstu vikum, að spjalla við nokkrar af þeim íslensku dauðarokkssveitum sem nú eru í gangi.
Angist hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu misseri en hljómsveitin hefur verið dugleg að koma tónlist sinni á framfæri á sem flestum stöðum. Það er eitthvað sem fleiri íslenskar hljómsveitir mættu gera meira af, of mikið af íslenskri tónlist sem nær ekki eyrum fjöldans.
Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari Angistar, varð fyrir svörum og sagði okkur hvað væri að gerast í herbúðum sveitarinnar þessa dagana.

Hvað er að frétta úr herbúðum Angistar þessa dagana? Hvenær er platan ykkar væntanleg?
Við erum bara rosa hress. Við erum á leiðinni til Portúgal í lok mánaðarins að spila á SWR Barroselas hátíðinni þar sem Gorguts, Misery Index, Bölzer og fleiri koma fram svo við erum mjög spennt fyrir því.
Þegar við komum heim munum við leggjast í það að klára plötuna okkar og mun hún koma út á þessu ári.
Svo er gaman að segja frá því að Hammerheart Records mun gefa út EP-ið okkar, Circle of Suffering, á vínyl núna í júní og erum við mjög spennt fyrir því.

“Cirle Of Suffering” contains five killer tunes together with “Promo 2010” to expand this into a full length LP. This vinyl co-operation might be the start of a longer co-operation.
– tekið af heimasíðu Hammerheart Records

Nú er stutt í að hljómsveitin leggi land undir fót og komi fram á tónleikahátíð í Portúgal. Hvernig kom það til að ykkur var boðið á hátíðina og hvernig leggst þetta í ykkur?
Já þetta leggst mjög vel í okkur og er alltaf gaman að fara út að spila. Beneath spilaði þarna árið 2013 og er það blaðamaðurinn José Carlos Santos sem er með tengsl við þessa hátíð og hefur verið að benda skipuleggjendum hátíðarinnar á íslensk bönd. Það er mjög gaman að vera boðið að spila á svona stórri hátíð.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Angist kíkir út fyrir landssteinanna og hljómsveitin var ekki gömul þegar hún kíkti fyrst út. Hvaðan kemur þessi þörf ykkar að sigra heiminn og er meira af slíku á döfinni hjá ykkur?
Já við fórum á túr um Frakkland haustið 2011, spiluðum á Desertfest í London í fyrravor og fórum svo á Ferðin til Heljar túrinn í sumar.
Okkur finnst bara virkilega gaman að komast út og spila fyrir nýjan hóp og koma tónlistinni okkar til fleiri áheyrenda. Við höfum verið mjög heppin með að fá mikið af skemmtilegum tilboðum og við reynum að grípa þau sem flest.

Þið spiluðuð á síðasta Eistnaflugi og verðið líka nú í ár. Ég tók eftir því að þið voruð mjög dugleg við að kynna hljómsveitina fyrir erlendu blaðamönnunum sem heimsóttu hátíðina sem og að segja þeim frá senunni hérna. Hversu mikilvægt finnst þér þessi kynning vera fyrir hljómsveitina og finnst þér íslenskar hljómsveitir vera nógu duglegar að koma sér á framfæri við þá erlendu fjölmiðla sem heimsækja hátíðina?
Eistnaflug er eitt besta tækifæri sem íslenskar hljómsveitir fá til þess að kynna sig fyrir erlendum blaðamönnum og koma sér á framfæri. Stebbi og Guðný eru frábær að standa í þessu og eigum við í Angist Eistnaflugi mikið að þakka og við erum ótrúlega spennt fyrir því að koma fram á Eistnaflugi í sumar!!
Við höfum alltaf lagt mikið uppúr því að vera með góðan promo pakka enda myndi maður telja að það sýni að hljómsveitin hafi metnað fyrir því sem það er að gera. Svo hafa blaðamenn verið duglegir að hafa samband við okkur fyrirfram og biðja um viðtöl sem er bara mjög gaman og þá auðvitað nýtir maður tækifærið og kemur senunni á framfæri eftir bestu getu.

Í framhaldi af því langar mig að spyrja út í möguleg áhrif sem samvinna Eddu með Skálmöld hefur haft á viðtökur fólks á Angist. Hefur nafn hljómsveitarinnar borist víðar og þá ef til vill á staði þar sem dauðarokkið væri án efa sjaldséður gestur?
Við höfum án efa fengið tækifæri til að spila fyrir fjölbreyttari hóp en við gerum vanalega með því að spila með Skálmöld og eftir tónleika með þeim hefur fólk komið til okkar og verið forvitið um þessa tegund tónlistar. Svo fór myndbandið með Skálmöld og Sinfó ansi víða og vakti Edda auðvitað mikla athygli þar.

Hvernig lýst þér á dauðarokkssenuna sem er núna í gangi? Eða er kannski engin sena?
Dauðarokkssenan erlendis er að verða stærri aftur en kannski ekki alveg eins dauðarokk og í gamla daga en það er bara gaman að fá fjölbreytileikann. Þróunin núna er að fólk er að blanda saman allskonar stílum og er það mjög áhugavert að fylgjast með því. Svo eru gömlu böndin mörg með comeback núna og svona. Það er allt að gerast og pláss fyrir alla, er það ekki?
Hérna á Íslandi eru alltaf einhver dauðarokksbönd og núna eru til dæmis Severed Crotch að vakna aftur til lífsins.
Það væri gaman að fá meira af ungum krökkum á tónleika og fleiri staði jafnvel sem væru til í að hafa dauðarokkstónleika og eru með almennilegar græjur. Við eru einmitt að fara að spila á föstudaginn á fjáröflunartónleikum á Gauknum til þess að gera staðinn að betri tónleikastað, frábært framtak og við hvetjum alla til að mæta!

Að lokum langar mig að spyrja að því hvaða dauðarokksplata það er sem mest áhrif hefur haft á þig og hvers vegna?
Oh þetta er alltaf svo erfið spurning… Það eru tvær dauðarokksplötur sem ég hef hlustað alveg ótrúlega mikið á í gegnum tíðina og er það Human með Death og Despise the Sun með Suffocation. Þær eru alltaf klassískar. Og svo Decapitated líka.. já ok það er ekkert hægt að segja bara eina plötu en Death á alltaf sérstakan stað.

Heimasíða Angistar
Heimasíða Hammerheart

Author: Andfari

Andfari

One thought on “angist”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s