skálmöld í borgarleikhúsinu

skalmoldbaldur
mynd: ásdís hafrún benediktsdóttir

Andfari fór í leikhús um daginn. Tilefnið var að Skálmöld var komin í leikhúsið. Sítt hár, berar bringur og vindvélar. Allur pakkinn var tekinn á þetta! Ekkert var til sparað, Börn Loka buðu meira að segja upp bol til styrktar Barnaspítala Hringsins. Það kom þó enginn til þess að taka á móti peningunum, því miður.

Mjöðurinn flaut um gólf Borgarleikhússins, þó eflaust í minna magni en ef um tónleika á einhverjum bar bæjarins hefði verið að ræða. Fólk náði að halda sig tiltölulega kurteisu. Sumir þurftu þó að fara á barinn í þriðja lagi og á klósettið svo í því sjötta. Það var svo sem í góðu, nema auðvitað þegar fólkið sat í miðjunni og helmingurinn af röðinni þurfti að standa upp til að hleypa þeim úr og svo aftur í sætin sín. Landsmenn, rokkarar, ef þið getið ekki haldið í ykkur sleppið því þá að drekka bjór. Takið tillit til annarra og migið heldur á ykkur en að ætlast til þess að fólk standi og sitji eftir því sem ykkur hentar.

Ég fór á Skálmöld í Borgarleikhúsinu með þá flugu í höfðinu að ég væri að fara að sjá sýningu, ekki tónleika. Sætin voru góð, já, sætin voru góð, en ég bjóst við meiru. Kannski það sé ekki rétt að segja að ég hafi búist við meiru, það væri ef til vill réttara að segja að ég hafi búist við einhverju öðru. Ég bjóst ekki við þremur trúðum upp á sviði að leika sögu Baldurs við undirleik Skálmaldar þegar ég gekk inn um dyrnar á Borgarleikhúsinu.  Það var meira að segja svo að fyrst þegar trúðarnir sáust á sviðinu þá var ég ekki alveg viss um að þetta væri eitthvað fyrir mig. Tónleikarnir byrjuðu og gestirnir meltu hvað var í gangi. Einhverjir, hversu margir skal ósagt, gengu út eftir nokkur lög, vonsviknir yfir því að þetta var ekki eins og þeir höfðu búist við því að þetta yrði. Aðrir, undirritaður á meðal þeirra, sátu kyrrir og ákváðu að sjá hvað yrði úr þessu. Hvort eitthvað yrði úr þessu.

Eftir því sem á leið batnaði þetta. Annað hvort það eða þá að maður tók þetta í sátt og naut þess sem var að gerast þarna, ekki það sem maður hefði viljað að væri að gerast þarna. Leikurinn var skemmtilegur, minnti mig að vissu leyti á part af uppistandi Rowan Atkinson þar sem hann er með sýnikennslu í leiklist og var það ekki verra. Leikararnir voru óhræddir við að leika sér með hlutverkin sem þeim voru ætluð og sáu ekkert að því að stíga aðeins út fyrir þau til þess að útskýra fyrir áhorfendum í yngri kantinum að allt væri í lagi, vopnin væru ekki ekta og blóðið ekki heldur. Það þarf nefnilega að muna eftir því að Skálmöld höfðar til afskaplega margra, ekki bara einhleypra þungarokkara sem eru rétt skriðnir yfir tvítugt. Jafnvel ef svo væri, þá efast ég um að þeir myndu nenna að sitja í gegnum nítíu mínútur af því harmakveini sem Baldur eflaust væri ef hann hefði verið settur upp á hefðbundinn hátt þar sem allir líta út eins og útigangsmenn í pelsum hrækjandi á hvorn annan til þess að innlifunin verði sem mest.

Einhverjir fóru eflaust út úr Borgarleikhúsinu að sýningunni lokinni ósáttir með hana en undirritaður var ekki einn af þeim. Eins og áður hefur komið fram var þetta ekki eins og búist var við en það var ekki slæmt. Í raun var það að vissu leyti betra.

Heimasíða Skálmaldar

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s