nýtt efni væntanlegt frá tusmørke

tusmorke

Þessi dagur hefur verið okkur Reykvíkingum erfiður, það stefnir í að við fáum ekkert jólatré frá Osló í ár. Hvað skal þá gera? Verður Austurvöllur nokkur sjón að sjá í desembers án trésins? Hvaðan eiga mótmælendur að fá eldivið? Þessar hríslur sem eru þarna niður frá núna munu ekki halda hita á fólkinu lengi.

Þó Norðmenn séu kannski hættir að flytja út jólatré eru þeir ekki hættir að flytja út tónlist. Ekki einu sinni tónlist sem hljómar eins og hún gæti verið eldri en jólatrén sem hafa komið til okkar síðustu árin.
Norska hljómsveitin Tusmørke hljómar dálítið eins og hún sé föst í sjöunda áratuginum, þar sem útvíðar buxur ráða öllu og The Wicker Man er á hverjum fimmtudegi strax á eftir Derrick og Dallas. Sumir gagnrýnendur hafa sagt að við hlustun á hljómsveitinni færist áheyrendur aftur í tímann og verði í raun lausir við þær hömlur sem þeim halda í okkar samfélagi og áhrif nútíma miðla hættir að virka á þá. Það skal lítið sagt um en tónlistin er góð og væntanleg plata þeirra kemur út í næsta mánuði á vegum finnsku útgáfunnar Svart Records sem hafa gefið út hvern gullmolann á fætur öðrum núna nýverið. Ef þú misstir af þriðju plötu Sabbath Assembly væri gott að kippa því í liðinn núna.

Væntanleg skífa hljómsveitarinnar ber nafnið “Riset Bak Speilet” og inniheldur átta lög af gæðaproggi. Hægt er panta hana bæði á geisladisk og vínil á vefsíðu Svart Records en eins og áður sagði er ennþá rúmur mánuður í útgáfudag.

Heimasíða Tusmørke
Heimasíða Svart

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s