nýtt efni væntanlegt frá den saakaldte

Screen shot 2014-04-08 at 14.00.21

Síðan Einar “Eldur” Thorberg flutti til Noregs hefur nafn hans orðið sífellt meira áberandi í djöflarokkinu. Fortíð og Curse hafa upplifað endurnýjun lífsdaga eftir búferlaflutningana og nú brennur loginn víða því Einar hefur á síðustu misserum gengið til liðs við tvær aðrar hljómsveitir í gamla víkingaveldinu, Midnattsvrede og Den Saakaldte. Seinni hljómsveitina þekkja eflaust margir vegna fyrrum meðlima þeirra sveita en innihélt hún í byrjun ferilssíns djöflarokkskanónur á borð við Niklas Kvarforth úr Shining og Hellhammer úr Mayhem. Þó nokkuð er síðan þeir sögðu skilið við hljómsveitina og nýjir meðlimir hafa verið fengnir til þess að fylla þau auðu pláss sem þeir skildu eftir.

27. maí næstkomandi kemur út önnur breiðskífa sveitarinnar en hún ber heitið “Kapittel II: Faen i Helvete”. Kemur hún út á vegum pólsku útgáfunnar Agonia Records en sú hefur gefið út margar af helstu perlum seinni tíma djöflarokks. Lagalistann er hægt að sjá hér að neðan og svo er þar einnig að finna hljóðdæmi af plötunni.

1. Din Siste dag
2. Forbanna Idioter
3. Du Selvproklamerte Misjonær
4. Endeløst Øde
5. Djevelens Verk
6. Som Ett Arr på Sjelen
7. Ondskapens Nødvendighet

Heimasíða Den Saakalde
Heimasíða Agonia Records

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s