mannveira

mannveira

Íslenska djöflarokkssenan kemur stöðugt á óvart og virðist svo vera að í hverju skúmaskoti leynist ný hljómsveit. Sumar hverjar láta strax á sér bera en svo eru aðrar sem láta lítið fyrir sér fara og skjóta upp kollinum með útgáfu í farteskinu. Mannveira er ein þeirra síðarnefndu sem lítið hefur heyrst af til þessa en gaf í dag út tvö lög á netinu af væntanlegri smáskífu þeirra. Ég sendi því nokkrar spurningar á sveitina og Illugi Kristinsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, sat fyrir svörum.

Andfari: Hvenær var hljómsveitin stofnuð?
Mannveira: Mannveira hefur meira og minna verið til frá 2010 en aldrei orðið að veruleika vegna annarra erinda.

A: Hverjir eru meðlimir hljómsveitarinnar og hafið þið verið í einhverjum hljómsveitum áður?
M: Mannveira er soloproject eins og er, en ég fékk Sigurð Jakobsson(Bastard, Abacination, Infected) til að spila á trommur þar sem ég hef ekki tök á því sjálfur. Ég og Sigurður vorum báðir í Abacination og grunnurinn að Mannveiru var lagður í kringum það leyti sem Abacination dó.

A: Hverjir eru áhrifavaldar ykkar?
M: Það eru engir sérstakir listamenn sem áhrifavaldar, myndi ég segja. Eflaust koma einhvers staðar áhrif frá þeirri tónlist sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina þó.

A: Hverjar eru líkurnar á að sjá ykkur á sviði í framtíðinni?
M: Litlar sem engar. En það gæti líka breyst hvenær sem er.

A: Hvað kemur til að þið gefið CDr á tímum þar sem netútgáfur eru hvað tíðastar þegar að frumburðum hljómsveita kemur?
M: Það er helst vegna þess að áþreifanleg eintök heilla mun meira en stafrænar útgáfur, þó þær hafi vissulega sína kosti. En í mínum augum kom ekkert annað til greina en annað hvort Cdr eða kassettur.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s