aska

aska

Við höfum kynnst Kristófer Páli Viðarssyni aðallega í gegnum svartrokkið hingað til. Hann var forsprakki Pestuus og Vansköpunar en eftir báðar hljómsveitir liggja segulsbandsútgáfur hjá erlendum útgáfufyrirtækjum. Nýlega hefur hann látið heyra í sér í drungapoppssveitinni ösku og fyrr í þessari viku setti sveitin nýtt lag á netið. Ákvað ég því að hafa samband við hann og komast að því hvað væri í gangi, af hverju hann væri að þessu, hverjir áhrifavaldarnir væru og hvað náin framtíð bæri í skauti sér. Við gefum Kristófer orðið…

Ég hef í einhvern tíma fengist við kveðskap. Ég hef skrifað nokkur ljóð sem virka sem textar og texta sem virka sem ljóð og langaði að klæða kveðskapinn tónlist. Þannig varð aska til. aska er eins manns minimal verkefni í anda ný- og kuldabylgjupopps níunda áratugarins.

Ég byrjaði verkefnið snemma 2013 til þess að semja eitthvað í tómlætinu þar sem mig vantar trommara fyrir Vansköpun og hafði fengið mikinn innblástur frá verkefnum á borð við Lust For Youth, Nagamatzu, The KVB, gamla Depeche Mode og öðrum sambærilega tónlistarmönnum. Tónlistin er hingað til eingöngu framkvæmd á hljóðgervla og trommuheila. Áhrifavaldar eru ýmsir þættir í umhverfinu í kringum mig, vanlíðan og útrás fyrir neikvæðni. Ég hef fylgst mikið með útgáfufyrirtækjum á borð við t.d. Dark Entries, Minimal Wave, La Forme Lente, Electric Voice og Cititrax og fleirum sem sérhæfa sig í að lífga við gamalt kuldabylgjupopp og nýmóðins tónlistarmönnum sem tileinka sér einnig gamla hljóðgervilstónlist.

Ég kláraði plötuna ‘grátónar’ í fyrra og tók hana upp sjálfur í skammdeginu. Platan er að skríða úr hljóðblöndunarferli hjá Hreggviði Harðarsyni og ætti að vera tilbúin í næsta mánuði, en ég hef ekki ákveðið hvernig ég gef hana út. Ég fékk Jón Matthíasson til að hjálpa mér að flytja tónlistina á sviði og nýlega bættist Agnes Ársælsdóttir í hópinn til að syngja, við stefnum á að spila fyrir sunnan á næstu mánuðum.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s